Fara í efni

Hjartans hamingjuóskir Hjalti!

Skálað fyrir góðum vinnudegi. Frá vinstri eru Guðný Zoëga þáverandi deildarstjóri Fornleifadeildar B…
Skálað fyrir góðum vinnudegi. Frá vinstri eru Guðný Zoëga þáverandi deildarstjóri Fornleifadeildar Byggðasafnsins, Hjalti, Kári Gunnarsson meðhöfundur Byggðasögunnar, Guðmundur St. Sigurðarson þáverandi fornleifafræðingur hja Byggðasafninu og Þór Hjaltalín þáverandi Minjavörður Norðurlands vestra.
Í síðustu viku hlaut Hjalti Pálsson ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar viðurkenningu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir ritröðina Byggðasaga Skagafjarðar I-X. Við óskum Hjalta innilega til hamingju með viðurkenninguna sem hann er svo sannarlega vel að komin. Byggðasagan er einstök í sinni röð og eiga Hjalti og allt hans samstarfsfólk heiður skilið fyrir sín störf.
 
Starfsfólk Fornleifadeildar Byggðasafnsins hefur allt frá árinu 2004 verið í samstarfi við ritara Byggðasögunnar, fyrst Hjalta og síðar einnig Kára Gunnarsson. Á þeim árum höfum við víða komið við og saman rannsakað fjölda fornbýla, eyðibýla, selja og landnámsskála svo eitthvað sé nefnt. Niðurstöður þessara rannsókna hafa síðar ratað í Byggðasöguna og aukið vægi hennar. Að baki svona rannsóknum liggur fjöldi langra vinnudaga og ýmiskonar ævintýri og má sjá brot af því á meðfylgjandi myndum á Facebook.