Sýning í Glaumbć

Megin sýning Byggđasafns Skagfirđinga „Mannlíf í torfbćjum á 19. öld“ var opnuđ ţann 15. júní 1952 í Glaumbć, en búiđ var í bćnum til 1947 og í nokkur sumur eftir ţađ. Bćjarhúsin eru misgömul. Yngst eru Norđur-skemma og svokölluđ Suđurstofa frá 1879, en eldhús og búr eru frá miđri 18. öld. Bćrinn er gangnabćr af stćrstu gerđ og snúa sex burstir fram á hlađ. Bćrinn er um 730 fermetrar ađ umfangi.

Á sýningunni í bćnum er áhersla lögđ á ađbúnađ fólks viđ matargerđ og daglegt líf. Í eldhúsinu eru hlóđir ţar sem maturinn var sođinn. Hann var geymdur í tunnum og sám í búrunum og skammtađur í aska eđa skálar og borinn til fólksins sem sat á rúmum sínum í bađstofunni á međan ţađ matađist. Ađalfćđan var harđfiskur og súrmatur, sem var á borđum áriđ um kring.

Húsaskipan ţessa aldna stórbýlis og hversdagsáhöldin í sínu eđlilega umhverfi bera glöggt vitni um horfna tíđ og daglega iđju fólksins.

Glaumbćr  |  561 Varmahlíđ  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is