![]() |
Megin sýning Byggðasafns Skagfirðinga „Mannlíf í torfbæjum á 19. öld“ var opnuð þann 15. júní 1952 í Glaumbæ, en búið var í bænum til 1947 og í nokkur sumur eftir það. Bæjarhúsin eru misgömul. Yngst eru Norður-skemma og svokölluð Suðurstofa frá 1879, en eldhús og búr eru frá miðri 18. öld. Bærinn er gangnabær af stærstu gerð og snúa sex burstir fram á hlað. Bærinn er um 730 fermetrar að umfangi. Á sýningunni í bænum er áhersla lögð á aðbúnað fólks við matargerð og daglegt líf. Í eldhúsinu eru hlóðir þar sem maturinn var soðinn. Hann var geymdur í tunnum og sám í búrunum og skammtaður í aska eða skálar og borinn til fólksins sem sat á rúmum sínum í baðstofunni á meðan það mataðist. Aðalfæðan var harðfiskur og súrmatur, sem var á borðum árið um kring. Húsaskipan þessa aldna stórbýlis og hversdagsáhöldin í sínu eðlilega umhverfi bera glöggt vitni um horfna tíð og daglega iðju fólksins. |
Flýtilyklar
Sýning í Glaumbæ
Leit
Flýtileiðir
- Heimasíður stofnanna
- Árskóli
- Byggðasafn Skagfirðinga
- Grunnskóli austan Vatna
- Héraðsbókasafn Skagfirðinga
- Hús frítímans
- Leikskólinn Ársalir
- Leikskólinn Birkilundur
- Leikskólinn Tröllaborg
- Menningarhúsið Miðgarður
- Náttúrustofa Norðurlands vestra
- Skagafjarðahafnir
- Sveitarfélagið Skagafjörður
- Tónlistarskóli Skagafjarðar
- Varmahlíðarskóli