Viđburđaríkt ár međ tćplega 38 ţúsund gestum

Glaumbćr

Viđ óskum landsmönnum öllum gleđilegs nýs árs og ţökkum gestum, samstarfsfólki og velunnurum fyrir áriđ sem var ađ líđa. Ţá er rétt ađ líta um öxl og horfa yfir farin veg. Nú er annađ óvenjulegt ár, međ takmörkunum og grímuskildu, gengiđ í garđ hjá Byggđasafni Skagfirđinga.

Ţrátt fyrir ađ sumariđ hafi byrjađ rólega og gestafjöldi í júní hafi veriđ langt undir međaltali međ 3842 gesti í Glaumbć og Víđimýrarkirkju fyrstu sex mánuđi ársins. Heimsóknartölur tóku heldur betur viđ sér í júlí og nú í árslok höfđu 37.842 gestir sótt safniđ heim, 31.835 júlí, ágúst og september. Ţá hafa aldrei fleiri gestir heimsótt safniđ í ágúst og september. Ađsóknin er ţví nálćgt ţví sem viđ áttum ađ venjast fyrir tíma COVID.

Gestir Byggđasafns Skagfirđinga á árinu 2021.
Á mynd til vinstri má sjá fjölda gesta í Glaumbć og í Víđimýrarkirkju frá 2016 til ársins 2021.
Til hćgri er hćgt ađ sjá dreifingu gesta í Glaumbć eftir mánuđum frá 2015 til 2021.
Ţarna sést hvernig fjöldi gesta fćrđist aftar á árinu, međ mesta heimsóknarfjölda í ágúst. 

Viđ teljum helstu skýringuna á ţessari aukningu vera vegna ţess ađ í vor var safnsvćđinu lokađ og nýtt miđasöluhús tekiđ í notkun og ţarf ţví nú ađ kaupa miđa til ađ ganga um grundir safnsins. Ţetta hefur gefiđ góđa raun en međ ţessu er veriđ ađ reyna ađ hlúa meira ađ gamla bćnum og umhverfi hans međ ţví ađ stýra betur umferđ fólks á svćđinu ásamt ţví ađ bćta safnaupplifun gesta. Ţá má einnig leiđa líkur ađ ţví, miđađ viđ tölur sumarsins, ađ lokun safnsvćđis hafi haft jákvćđ áhrif á miđasölu.

Ţađ var ţó fleira óvenjulegt ţetta sumariđ heldur en COVID ţar sem tvćr stórar breytingar urđu á safnsvćđinu. Rekstrarfyrirkomulagiđ á kaffistofunni í Áshúsi breyttist líka, en hún var nú í sumar í fyrsta sinn rekin af safninu. María Eymundsdóttir stóđ sig međ mikilli prýđi í nýju hlutverki sem Verkefnastjóri matarupplifunar og safnverđirnir sömuleiđis sem ţjónar og vakti kaffistofan mikla lukku međal safngesta.

Viđ minnum íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarđar og Akrahrepps á ađ ţeir ţurfa einungis ađ fjárfesta einu sinni í miđa árlega, ţar sem miđinn gildir í heilt ár frá kaupum, og íbúarnir á svćđinu geta ţannig komiđ í kjölfariđ eins oft og ţá lystir á sýningar, viđburđi og kaffistofu safnsins.

Á Mark Watson deginum GlaumbćMeđ COVID hafa komiđ ýmsar áskoranir fyrir söfn og á sama tíma tćkifćri til ţróunar á safnastarfi ţegar kemur ađ stafrćnum lausnum. Starfsmenn safnsins sóttu fjölmargar ráđstefnur ţessa árs á netinu og á Alţjóđlega safnadeginum í ár var lögđ áhersla á notkun samfélagsmiđla og var Byggđasafniđ af ţví tilefni međ rafrćna leiđsögn um gamla bćinn en hana má nálgast á Facebook-síđu safnsins. Safniđ var ţó líka međ viđburđi í raunheimum en ađ venju var Mark Watson dagurinn í Glaumbć, sem haldinn er 18. júlí ár hvert, vel sóttur af bćđi tví- og fjórfćtlingum.

Berglind Ţorsteinsdóttir, safnstjóri, fćrđi Guđna Th. Forseta Íslands barnabókina „Sumardag í Glaumbć“ fyrir hönd safnsins en gaman er ađ segja frá ţví ađ ein af heimildunum fyrir barnabókina, nánar tiltekiđ ţar sem Ropa-Katrín kemur viđ sögu, er bókin „Tvennir tímar“, endurminningar Hólmfríđar Björnsdóttur Hjaltason eftir Elínborgu Lárusdóttur. Ţađ vill svo til ađ hún Hólmfríđur er langamma Guđna Th.Í haust varđ síđan breyting á sýningum á efri hćđ Áshússins ţegar sett var upp ný sýning sem stóđ í nokkrar vikur í tilefni af útgáfu bókarinnar „Sumardagur í Glaumbć“ en bókin er samstarfsverkefni Berglindar Ţorsteinsdóttur safnstjóra og Jérémy Pailler listamanns. Bókin var gefin út á fjórum tungumálum og fćst í safnbúđinni í Glaumbć fyrir áhugasama, einnig í Skagfirđingabúđ, Kakalaskála, Snorrastofu í Reykholti, Minjasafninu Akureyri, Ţjóđminjasafni Íslands og öllum helstu verslunum Pennans.

Ţađ er ţó ekki bara nóg ađ gera á sýningum safnsins heldur hefur fornleifadeildin haft nóg fyrir stafni í skráningum og rannsóknum. Ţessa stundina er m.a. spennandi verkefni í gangi ţar sem unniđ er ađ ţví ađ skrá öll uppistandandi og hálfuppistandandi torfhús í Skagafirđi. Í Skagafirđi er ađ finna nokkurn fjölda uppistandandi torfbygginga, allt frá litlum kofum og útihúsum til torfkirkna og stórra torfbćja. Nokkur ţessara húsa eru í Húsasafni Ţjóđminjasafns Íslands en önnur í einkaeigu. Sem stendur er ekki til heildaryfirlit yfir ţessi hús og teljum viđ mikilvćgt ađ ráđast í skráningu ţeirra til ađ öđlast yfirsýn yfir málaflokkinn, hversu mörg hús eru eftir af hverri gerđ og byggingarađferđ. Slík yfirsýn getur veriđ mikilvćgt tćki viđ forgangsröđun í minjavernd og einnig til ađ fá betri skilning á raunverulegu gildi og fágćti viđkomandi torfhúsa. Viđ skráninguna gefst tćkifćri til ađ draga fram allar helstu upplýsingar um torfhúsin áđur en ţau falla og hverfa, s.s. byggingarađferđir, svćđisbundin einkenni o.s.frv.

Frá vel heppnuđu námskeiđi Fornverkaskólans á TyrfingsstöđumÍ ár tók Fornverkaskólinn líka aftur upp ţráđinn í námskeiđahaldi en námskeiđ síđasta árs féllu niđur vegna ađstćđna í ţjóđfélaginu. Vel heppnađ námskeiđ fór fram á Tyrfingsstöđum 10. – 12. september en verkefniđ sem hópurinn tók sér fyrir hendur á námskeiđinu var ađ hćkka veggi hlöđunnar sem stendur norđan viđ gamla bćjarhúsiđ.

Starfsfólk Byggđasafns Skagfirđinga fćrir gestum safnsins hjartans ţakkir fyrir komuna í Glaumbć og Víđimýri á liđnu ári!

 

 


Glaumbćr  |  561 Varmahlíđ  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is