Fara í efni

Styrkir úr Fornminjasjóði og Húsafriðunarsjóði

GilsstofaByggðasafn Skagfirðinga hlýtur styrki úr Húsafriðunarsjóði og Fornminjasjóði fyrir árið 2020. Húsafriðunarsjóður úthlutaði Byggðasafninu alls 3,2 milljónir króna og Fornminjasjóður 2,1 milljónir króna. 

Fjöldi umsókna í húsafriðunarsjóð 2020 var 272, en veittir voru alls 228 styrkir að upphæð 304.000.000 kr., en sótt var um rétt rúmlega einn milljarð króna, eftir því sem kemur fram á heimasíðu Minjastofnunar. Lista yfir veitta styrki má sjá hér

Byggðasafn Skagfirðinga hlaut 2 milljón kr. styrk fyrir Tyrfingsstaði og 1,2 milljónir króna fyrir viðgerðir á Gilsstofu. 

Þá fékk Byggðasafn Skagfirðinga  2,1 milljón úr Fornminjasjóði til uppfærslu, samræmingu og frágang á stafrænum uppmælingargögnum frá árunum 2005-2019.

Alls bárust 60 umsóknir um styrki úr fornminjasjóði árið 2020, en veittir voru 16 styrkir. Hér má sjá úthlutun fornminjasjóðs 2019.

Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn!