Fara í efni

Styrkir til fornleifarannsókna

Fornminjasjóður hefur veitt Fornleifadeild safnsins tvo rannsóknarstyrki. Annar er til 3. áfanga Skagfirsku kirkjurannsóknarinnar sem felst í uppgreftri 11. aldar kirkjugarðsins í Keflavík. Veittar voru 4 millj. kr. til þeirrar rannsóknar og er það hæsti styrkurinn sem sjóðurinn veitti að þessu sinni. Hinn er 1,5 millj. til 11. áfanga eyðibyggða- og afdalarannsóknanna sem unnin er með byggðasöguriturum. Sjá nánar á heimasíðu Minjastofnunar