Fara í efni

Styrkir í ýmis verkefni

Húsafriðunarsjóður hefur úthlutað 500 þús. kr. til utanhússmálningar á Áshúsi og 1000 þús. kr. til Tyrfingsstaðaverkefnisins, til að þilja innan bastofu og framhús.

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra hefur tilkynnt um 250 þús. kr. styrk til útgáfu rits um þrifnaðarhætti í gömlu torfbæjunum og 600 þús. kr til námskeiðahalds í Fornverkaskólanum. 

Fornminjasjóður ætlar að styrkja Skagfirsku kirkjurannsóknina, 3. áfanga sem er uppgröftur kirkjugarðs í Keflavík í Hegranesi um 3000 þús. kr og strandminjaskráningu út að vestan um 1300 þús. kr.

Þá hefur Safnasjóður tilkynnt um styrkveitingar. Samtals 2300 þús. kr eru veittar til Byggðasafns Skagfirðinga, 800 þús. kr. í rekstur, 1000 þús. kr. í ljósmyndun safnmuna og 500 þús. kr. til útgáfu rits um þriðfnaðarhætti í torfbæjum.