Fara í efni

Stiklað á verkefnum ársins 2014

Helstu verkefni ársins 2014.

  • Við grófum upp 11. aldar skála með meiru á Hamri í Hegranesi.  
  • Við skiptum út sýningunni Gersemar og þarfaþing, í sal Minjahússins, fyrir geymslusýninguna Hitt og þetta úr geymslunni.
  • Við tókum á móti ríflega 40 þúsund gestum.
  • Við héldum áfram viðgerðum og byggingahandverkskennslu á Tyrfingsstöðum með Fornverkaskólanum.
  • Við kláruðum að skrá strandminjar út að austan og skráðum og rannsökuðum austfirskar minjar. 
  • Við skráðum 2500 ljósmyndir frá Tyrfingsstöðum í Sarp.
  • Við héldum áfram verkefninu Eyðibýli og afdalir í samstarfi við starfsmenn Byggðasögu Skagafjarðar og könnuðum fjölda nýrra staða. Staðir og svæði sem rannsökuð hafa verið með þeim í tengslum við útgáfu ritsins eru hátt í 80.
  • Við unnum að miðaldakirkjurannsóknum með bandarísku rannsóknarteymi (SASS) sem safnið er og hefur verið í samstarfi við.
  • Við leystum staðar­hald­­ara á Víðimýri af við gæslu á kirkjunni í sumar.
  • Við höfðum eftirlit með safngripum á sex sýningarstöðum.
  • Við gáfum út átta rannsóknaskýrslur og eitt smárit.
  • Við tókum þátt í Sögulegri safnahelgi sunnudaginn 13. október í gamla bænum í Glaumbæ og í Áshúsinu.
  • Við vorum með sýningar í Áshúsinu opnar eins og Áskaffi, flest alla sunnudaga ársins.
  • Við tókum þátt í Gestapassa Sveitarfélgsins Skagafarðar sem gefinn var út í sumar.
  • Við tókum þátt í evrópska samstarfsverkefninu LoCloud í samstarfi við Minjastofnun Íslands. En verkefni miðar að því að gera smærri söfnum eða öðrum menningarstofnunum kleift að gera starfrænt efni aðgengilegt á netinu.
  • Við fórum í Rökkurgöngu í gamla bæinn í Glaumbæ, á jólaföstunni, þrátt fyrir ómögulegt veður og ófærð.
  • Við gerðum ýmislegt fleira, bæði innan héraðs og utan, og munum tíunda það í ársskýrslunni sem er væntanleg á þorranum. 

Nánar verður fjallað um þessi verkefni og fleiri í ársskýrslunni, sem er í vinnslu.