Fara í efni

Opið hús á Tyrfingsstöðum // Open doors at Tyrfingsstaðir

Opið hús

Á umliðnum árum hefur verið unnið markvisst að viðgerð og endurbyggingu torfhúsanna á Tyrfingsstöðum á Kjálka í Skagafirði með námskeiðahaldi og kennslu í fornu handverki. Húsin eru öll byggð úr timbri, torfi og grjóti að aldagamalli íslenskri hefð.

Hátt í 300 nemendur, íslenskir og erlendir hafa sótt námskeið sem eru haldin hafa verið á vegum Fornverkaskólans, samstarfsverkefni Byggðasafns Skagfirðinga, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Hólaskóla, og eigenda Tyrfingsstaða og er afraksturinn einstaklega heilleg bæjarheild.

Í tengslum við Menningarminjadaga Evrópu 2019 verður opið hús að Tyrfingsstöðum laugardaginn 31. ágúst næstkomandi, frá kl. 14:00 – 16:00. Gestum gefst þá tækifæri til að skoða og fræðast um uppbygginguna sem hefur átt sér stað á umliðnum árum.

Hér má sjá skráningu viðburðar hjá European Heritage Days:
https://www.europeanheritagedays.com/E…/4fbae/Tyrfingsstadir

Open doors at Tyrfingsstaðir

Substantial restoration has taken place on the old turf farm at Tyrfingsstaðir in Skagafjörður and the enterprise has been used to learn how turfbuildings were built in the past. All the houses were built with timber, turf and rock using centuries-old Icelandic tradition.

Almost 300 students, Icelandic and foreign have participated in the turf building courses over the years held by the Traditional Crafts School (Fornverkaskólinn), a collaboration between Skagafjörður Heritage Museum, The Secondary School of North-West Iceland (FNV), Hólar University and the owners of Tyrfingsstaðir farm and the result is a complete sample of a small turfbuilt farmstead.

In connection with European Heritage Days 2019 there will be a open doors at Tyrfingsstaðir on Saturday 31. August, from 14:00-16:00, where guests will be given the opportunity to see and learn about restorations that has taken place over the past years.  

For more information on European Heritage Days: 
https://www.europeanheritagedays.com/E…/4fbae/Tyrfingsstadir