Fara í efni

Safngestafjöldi í Minjahúsinu tvöfaldaðist á milli ára

Ef gestir Víðimýrarkirkju eru meðtaldir hafa starfsmenn safnsins tekið á móti 57.828 gestum á árinu 2016. Gestir Víðimýrarkirkju voru 8.308, sem er lítilsháttar fjölgun frá í fyrra. Gestir Minjahússins voru 4.518, sem er tvöföldun frá árinu áður og gestir í gamla bænum í Glaumbæ voru 45.002. Mest var fjölgun gesta í gamla bænum í Glaumbæ í apríl, maí, september og október. Tvöföldun gestatölu í Minjahúsinu skýrist á því að enginn aðgangseyrir var tekinn inn á sýningarnar þar á þessu ári og fjölgun var á ferðamönnum sem fóru um Sauðárkrók sl. sumar miðað við árið áður.

Séu gestakomur skoðaðar allsstaðar í Skagafirði, þar sem sýningar eru meira og minna byggðar á safngripum frá Byggðasafni Skagfirðinga, eins og á Vesturfarasetrinu á Hofsósi og Sögusetri íslenska hestins á Hólum í Hjaltadal, voru gestirnir 57.974. Sé Víðimýrarkirkju bætt við heimsóttu 66.828 gestir sýningar og minjastaði sem safnið tengist á árinu 2016.