Fara í efni

Ljósmyndun safngripa hafin

Ljósmyndun allra safnmuna er hafin. Þarft en tímafrekt vandaverk, sem Guðmundur St. Sigurðarson mun annast að mestu fyrst um sinn. Ljósmyndir verða vistaðar með upplýsingum um hvern safnmun á www.sarpur.is og myndir af forvitnilegum munum verða birtar á fésbókarsíðu safnsins. Jafnhliða ljósmynduninni verður leitað nákvæmra upplýsinga um ýmsa safnmuni og saga þeirra og notkun kynnt hér á heimasíðunni undir Merkisgripir. 

Dæmi um merkisgrip sem kynntur er á heimasíðunni er göngustafur (BSk.1996:2-1882) feðganna Jóns Péturssonar (1867-1946) og Pálma Hannesar Jónssonar (1902-1992), sem myndin er af. Á handfangið, sem er úr rostungstönn, er útskorin hestmynd eftir Ríkharð Jónsson af gæðingnum Stíganda, sem Hestamannafélagið Stígandi í Skagafirði er nefnt eftir.