Fara í efni

Doktorsnemi frá Chicago stundar rannsóknir með okkur í vetur

“Ég er doktorsnemi í fornleifafræði hjá Northwestern háskóla í Chicago og verð á Íslandi næstu tvö árin til að vinna að doktorsritgerð minni með styrkjum úr bandarískum rannsóknarsjóðum (Fulbright, National Science Foundation og Leifur Eiríksson Foundation). Ég hef heimsótt Skagafjörð  á hverju sumri frá 2009 til að vinna við fornleifarannsóknir á vegum Massachusetts háskóla í Boston og Byggðasafns Skagfirðinga. Ég er mjög spennt yfir því að fá loksins tækifæri til að vera hér yfir veturinn líka! Rannsóknin mín er sjálfstætt verkefni en samt hluti af Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsókninni (Skagafjörður Church and Settlement Survey) sem fram fer í Hegranesi. Ég er að skoða rústir fornbýla sem finna má í úthögum jarða og hef til að mynda rannsakað leifar svokallaðs Þrælagerðis í landi Keflavíkur og Næfursstaða í landi Áss, auk fjölda annarra staða. Rannsóknarspurningarnar snúast um hvenær fólk bjó þarna, hvað fólk var að  gera, hvernig búseta og notkun jarðanna breyttist í tengslum við umhverfis- og samfélagslegar breytingar. Fyrri hluta vetrar verð ég í Minjahúsinu á Sauðárkróki við úrvinnslu rannsóknargagna, gagnaöflun á Héraðsskjalasafninu auk þess að læra íslensku. Þið gætuð mögulega rekist á mig úti við höfnina við fleytingu jarðvegssýna eða á vappi um Hegranes! Mig langar að þakka Sirrí, Guðnýju og Bryndísi og íbúum Hegraness fyrir að taka svona vel á móti mér og ég hlakka til að kynnast Skagafirði enn betur!”
 
 
I’m a PhD candidate in Anthropology (Archaeology) at Northwestern University in the US, and I will be here in Iceland for the next year to work on dissertation research (thanks to grants from the Fulbright Commission, the National Science Foundation, and the Leifur Eiriksson Foundation). I’ve visited Skagajförður almost every summer since 2009 to work on archaeological projects with Byggðasafn Skafirðinga and the University of Massachusetts Boston, so I’m thrilled to finally be living here for the winter!  My research is part of our current project on Hegranes, the Skagafjörður Church and Settlement Survey.  I’m interested in the ruined structures near the edges of farms, such as Þrælagerði on Keflavík, and Næfursstaðir on Ás (as well as many others): when did people live at these places, what did they do there, and how did their purpose change as the social and environmental landscape of Hegranes evolved?  This fall in Sauðárkrókur, I will be analyzing data and writing at the Minjahús, researching in the archives, and studying Icelandic, though you might also see me processing botanical samples by the harbor or walking around Hegranes. Thanks to Sirrí, Guðný, Bryndís, and everyone else at Hegranes for welcoming me to the community, and I look forward to meeting all of you over the next year in Skagafjörður!