Fara í efni

Byggðasafnið hlýtur styrki

Tyfingsstaðaverkefnið hlaut 1,8 m.kr. úr Húsafriðurnarsjóði fyrir árið 2019.

Byggðasafn Skagfirðinga hlýtur styrki úr Húsafriðunarsjóði og Fornminjasjóði fyrir árið 2019. Húsafriðurnarsjóður úthlutaði Byggðasafninu alls 2,6 milljónir króna og Fornminjasjóður 800 þúsund krónur. 

Fjöldi umsókna í húsafriðunarsjóð 2019 var 267, en veittir voru 202 styrkir. Úthlutað var 301.499.000 kr., en sótt var um tæplega einn milljarð króna, samkvæmt tilkynningu frá Húsafriðunarsjóði. Byggðasafn Skagfirðinga hlaut 1,8 milljón kr. styrk fyrir Tyrfingsstaði og 800 þúsund fyrir gluggaviðgerðir í Áshúsi.
Lista yfir veitta styrki má sjá hér.

Veittir voru 23 styrkir úr Fornminjasjóði en alls bárust 69 umsóknir. Heildarfjárhæð úthlutunar nam 41.980.000 kr. en sótt var um samtals 159.949.563 kr., samkvæmt tilkynningu Fornminjasjóðs. Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga hlaut 800 þúsund kr. styrk til úrvinnslu, skráningu og greiningu beina úr Skagfirsku kirkjurannsókninni.
Hér má sjá úthlutun fornminjasjóðs 2019.

Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn!