Fara í efni

Byggðasafnið fær styrki úr safnasjóði

Byggðasafn Skagfirðinga hlýtur alls 4 milljónir króna úr safnasjóði fyrir árið 2019. Tilkynnt var um úthlutunina fyrir helgi að Mennta- og menningarmálaráðherra hafi úthlutað alls 113.850.000 kr. úr safnasjóði, að fenginni umsögn safnaráðs. Tilgangur sjóðsins er að efla starfsemi safna í landinu.

„Þar af voru veittir 85 verkefnastyrkir alls 84.250.000 kr, auk þess sem 29.600.000 kr. var úthlutað í rekstrarstyrki til 37 viðurkenndra safna. Alls bárust 142 verkefnaumsóknir og veittir styrkir voru á bilinu frá 300.000 kr. til 2,5 milljónir króna,“ segir í tilkynningu á heimasíðu safnaráðs.

Byggðasafn Skagfirðinga fær 1 milljón kr. í rekstarstyrk til viðurkennds safns og þrjá verkefnastyrki:

1.200.000 Safn og samfélag
900.000 Fullnaðarskráning safnmuna og ljósmynda í Sarp
900.000 Samstarf viðurkenndra safna á Norðurlandi vestra

Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn!

Nánar um má lesa um styrkveitinguna hér.