Áskaffi


Áskaffi er opið, 
12 til 18, 20. maí til 31. ágúst, alla daga.
Utan þess tíma sjá hér.

Áskaffi er EINKAREKIÐ kaffihús sem spilar stórt hlutverk í safnheimsókninni og felst í að gefa gestum safnsins tækifæri til að bragða á og njóta veitinga að hætti ömmu og mömmu og upplifa stemningu liðins tíma.  

Kaffistofan er í húsi sem flutt var að Glaumbæ frá Ási í Hegranesi og stendur sunnan í gamla bæjarhólnum. Áskaffi er einkarekið en starfar á forsendum safnsins samkvæmt samningi um að boðið sé upp á veitingar eins og á borð voru bornar hjá húsmæðrum á 20. öld. Í staðinn hefur safnið sett upp sýningu sem myndar umgjörð fyrir kaffistofuna. Húsið ilmar af kaffi og heitu súkkulaði, eins og hjá ömmu. Einnig er boðið upp á te, mjólk og gosdrykki. Meðlætið er af ýmsum gerðum.   

Á sumrin: Matseðill í hádeginu fyrir 10 manns eða fleiri: Fiskisúpakjötsúpaskyr með rjóma og smurðu brauði svosem rúgbrauð með hangikjöti og soðið brauð (steikt brauð) með reyktum laxi.

Gamli diskurinn. Áskaffi býður möguleika til að smakka ýmiskonar gamldags mat. Á gamla diskinum eru bitar af reykum, söltum, þurrkuðum, kæstum og sýrðum mat, kjöti, fiski, brauði og skyri. Og bragðlaukarnir kætast. 

Ef þig langar í kleinu, pönnuköku eða annað gamaldags góðmeti skaltu endilega koma við.

 
Áskaffi hjá Glaumbæ, 561 Varmahlíð
Sími: 453 8855 / 699 6102 
Netfang: askaffi@askaffi.is
Veffang: www.askaffi.is 
Áskaffi er líka á facebook

Kaffistofan rúmar um 30 manns í sæti. Æskilegt er að hópar panti hádegisverð með góðum fyrirvara.

Efra merkið stendur fyrir Matarkistan Skagafjörður - skagfirskt hráefni og skagfirskar hefðir. 
Neðra merkið stendur fyrir EDEN - „European Destination of Excellence“, sem valdi Skagafjörð sem gæða áfangastað ársins 2015 vegna matarkistunnar.  

 

 

 

Glaumbær  |  561 Varmahlíð  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is