Fornverkaskólinn

Fornverkaskólinn tekur mið af skipulagi minjavörslu og varðveislu íslensks byggingararfs á grundvelli opinberra reglna um minjavernd. Námið er fjölþætt og tekur á ýmsum möguleikum og úrlausnum sem gamalt handverk felur í sér. Verkefnið tengist þeim opinberu stofnunum sem hafa eftirlit með minjaumhverfinu og hefur hlotið góða styrki sem eru lykillinn að því að hægt er að halda verkefninu gangandi. Meginmarkmið skólans eru að bjóða kennslu í vinnubrögðum og verklagi í hefðbundnu íslensku byggingarhandverki:

1. Torf sem byggingarefni, eðli þess og notkun, torfhleðsla. Verkfæri og gerð þeirra. 
2. Grjót og grjóthleðslur. 
3. Timbur; öflun þess og nýting fyrr á öldum, verkfæri og vinnubrögð við húsasmíði í íslensku bændasamfélagi. 
4. Aðrar smíðaaðferðir, s.s. eldsmíði járns til heimilishalds og húsbygginga.

Byggðasafn Skagfirðinga, Tréiðnadeild Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Ferðamáladeild Hólaskóla gerðu með sér samkomulag um námskeiðahald árið 2007. Verkefnið gengur undir nafninu Fornverkaskólinn og á hans vegum eru haldin stutt námskeið í ýmsum handverksaðferðum, sem tengjast einkum byggingararfi okkar, en getur einnig tekið til fleiri „fornverka“.

     

Tyrfingsstaðir á Kjálka.

 



 

Litabrigði í torfinu eru ótrúlega falleg.

 


 

Suðurgafl framhússins.

 



 

 

 

 

Glaumbær  |  561 Varmahlíð  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is