Á Sturlungaslóð í Skagfirði. Árið 2003 kom út samnefnt rit um atburði, áhrif og ítök Sturlunga í Skagfirðinga á 13.
öld. Ritið var afrakstur samstarfsverkefnis milli Byggðasafns og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og Hólaskóla. Árið 2009 var stofnað félagið Á Sturlungaslóð sem vill koma Sturlunga- og Ásbirningatengdum sögustöðum á framfæri við gesti héraðsins.
Söguslóð frá Skagafirði til Siglufjarðar var samstarfsverkefni Byggðasafns Skagfirðinga, Síldarminjasafnsins á Siglufirði, Vesturfarasetursins á Hofsósi og Hólaskóla.
Markmiðið með söguslóðunum er að vekja áhuga á sögustöðum og búháttabreytingum í aldanna rás og fá fólk til ferðast milli staða í þeirri viðleitni að fá það til að staldra lengur við um leið og það lærir um sögu svæðisins. Gert var myndband um efni Söguslóðarinnar frá Skagafirði til Siglufjarðar. Nú uppselt.