Söguslóðir

Á Sturlungaslóð í Skagfirði. Árið 2003 kom út samnefnt rit um atburði, áhrif og ítök Sturlunga í Skagfirðinga á 13. 

öld. Ritið  var afrakstur samstarfsverkefnis milli Byggðasafns og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og Hólaskóla. Árið 2009 var stofnað félagið Á Sturlungaslóð sem vill koma Sturlunga- og Ásbirningatengdum sögustöðum á framfæri við gesti héraðsins.

Söguslóð frá Skagafirði til Siglufjarðar var samstarfsverkefni Byggðasafns Skagfirðinga, Síldarminjasafnsins á Siglufirði, Vesturfarasetursins á Hofsósi og Hólaskóla. 

Markmiðið með söguslóðunum er að vekja áhuga á sögustöðum og búháttabreytingum í aldanna rás og fá fólk til ferðast milli staða í þeirri viðleitni að fá það til að staldra lengur við um leið og það lærir um sögu svæðisins. Gert var myndband um efni Söguslóðarinnar frá Skagafirði til Siglufjarðar. Nú uppselt.

Glaumbær  |  561 Varmahlíð  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is