Samstarf

Safnið hefur verið í samstarfi við ýmsa aðila frá því sett var upp sýning fyrir Hofshrepp í Pakkhúsinu á Hofsósi árið 1993. Samstarfsaðilar eru og hafa verið fyrirtæki, fræðimenn og sérfræðingar á ýmsum sviðum, sem tengjast rannsóknum, sýningum og annarri miðlun, iðnaðarmenn, stofnanir og einstaklingar bæði innanlands og utan.

Dæmi um samstarf er um sýningahald við Vesturfarasetrið og Sögusetur íslenska hestsins, samstarf er við Áskaffi um kynningu að skagfirskum matarhefðum og samstarf er við Safnamiðstöð Hörðalands um kennsku í hverfandi handbrögðum og við Byggðasöguritara og SASS-sérfræðinga um byggðasögu- og fornleifarannsóknir og við Þjóðminjasafn Íslands um rekstur Glaumbæjar og Víðimýrarkirkju (sem er á myndinni hér fyrir neðan.

Glaumbær  |  561 Varmahlíð  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is