Lán safngripa

Safnið lánar gripi til sýninga, fræðslustarfs eða annars sé öryggi þeirra fullkomlega tryggt. Útlán er þegar skráður safngripur er lánaður til aðila utan húsnæðis Byggðasafnsins, til lengri eða skemmri tíma.
Safnstjóri metur hæfi lánsbeiðanda.

Skammtímalán: Lán í nokkra daga (dæmi: til myndatöku, vegna viðburðar eða fræðslustarfs).
Langtímalán: Lán í mánaði/ár, þó aldrei lengur en til sjö ára í senn, vegna sýninga eða fræðslustarfs.

Helstu skilmálar láns eru:

  • Lántaki þarf að fylgja leiðbeiningum um útlán og alla umsýslu lánsgripanna.  
  • Starfsmenn safnsins meta hvort varðveisla safngripanna sé í samræmi við framsettar kröfur og geta innkallað safngripi tafarlaust sé þeim ekki framfylgt. Dæmi um kröfur er að ekki má nota efni eins og lím, sápu, liti, blek eða nálar á safngripi.
  • Sé notkun safngrips ekki í samræmi við upphaflega lánveitingu er hann innkallaður.
  • Lánsþegi ber allan kostnað vegna útlánsins og tryggir safngripinn á meðan hann hefur hann undir höndum.

Reglur þessar eru endurskoðaðar ef þörf er á.

Glaumbær  |  561 Varmahlíð  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is