Forsenda góðrar varðveislu á minjasafni er safngeymsla þar sem hægt er að tryggja öryggi allra safnmuna. Þegar tekið hefur verið á móti safngrip verður að gera ráð fyrir að hægt verði að varðveita hann í árhundruð. Þegar tekið er á móti safngrip þarf að hafa þrennt í huga:
- Hve mikilvægur er hann?
- Mun hann halda gildi sínu?
- Er hægt að varðveita hann a.m.k næstu þrjá mannsaldra?
Megingeymsla safnsins er í Minjahúsinu á Sauðárkróki.