Sýningastefna

Miðlun er í formi sýningafræðslu og útgáfu rita, kennsluefnis, rannsóknaskýrslna og myndbanda. 

Meginsýningar Byggðasafns Skagfirðinga eru í Minjahúsinu í gamla bænum og í Áshúsinu í Glaumbæ. Fyrsta sýning safnsins var opnuð í gamla bænum í Glaumbæ þann 15. júní árið 1952, með samningi við Þjóðminjasafn Íslands en bærinn tilheyrir Húsasafni þess.

Undanfarinn áratug hefur það verið stefna safnsins að gefa stofnunum í heimabyggð kost á að hýsa sýningar með lánsmunum frá safnsins. Með því að dreifa safnmunum gefur safnið öðrum tækifæri til að nýta aðdráttarafl minjasýninga og tengja fortíð og nútíð til fræðslu og skemmtunar. Safnmunir frá byggðasafninu eru m.a. í sýningum á Vesturfarasetrinu á Hofsósi og á Sögusetri íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal.

Glaumbær  |  561 Varmahlíð  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is