Hverjir bjuggu í Glaumbć ?

Í Manntalinu 1946 var ţetta fólk búsett í Glaumbć: 
Björn Jónsson, bóndi og kona hans Helga Ingibjörg Guđmundsdóttir og börn ţeirra tvö: Pála 5 ára og Guđmundur 2 ára. Ţá bjó einnig í Glaumbć Guđrún Sveinsdóttir, titluđ húskona, fćdd 1909 og ţrjú börn hennar: Fjóla Heiđdal Hafsteinsdóttir fćdd 1933, Ingimar Vorm Kristjánsson fćddur 1939, Lilja Ţuríđur Kristjánsdóttir fćdd 1943. Guđrún var međ eigiđ heimili og bjó í norđurhúsi bađstofunnar.

Áriđ 1931 var heimilisfólk í bćnum í Glaumbć áriđ 1931 samkvćmt Manntali: 
Ţar var séra Hallgrímur Thorlacius prestur 67 ára og Jón Jónsson bóndi 45 ára og kona hans Soffía Jósafatsdóttir húsmóđir 44 ára. Ţau áttu ţrjú börn: Sćmundur Jónsson 16 ára, Hansína Jónsdóttir 8 ára og Valtýr Jónsson, barn ţeirra 7 ára. Jón Helgason vinnumađur 56 ára, Jónína Jónsdóttir vinnukona 62 ára, Sigurlaug Vigfúsdóttir húskona 60 ára, Markús Sigurjónsson húsmađur 22 ára (hann bjó seinna á Reykjarhóli) og Líney Sigurjónsdóttir húskona 27 ára.

Glaumbćjarannáll 
Um 950 má ćtla ađ Langholt hafi veriđ fullnumiđ. Glaumbćr var í landnámi Úlfljóts en ekkert er vitađ um fyrstu ábúendur ţar. Leifar húsbyggingar undir langhúsi ţví frá 11. öld sem fannst í Glaumbć áriđ 2001 bendir til ađ jörđin hafi ţá veriđ byggđ. Um 1015 hafđi landkönnuđurinn Ţorfinnur karlsefni Ţórđarson frá Reynistađ keypt Glaumbćjarlönd ef marka má Grćnlendingasögu. Hvort hann reisti ţar bú ásamt konu sinni Guđríđi Ţorbjarnardóttur, eftir ađ ţau komu heim frá Grćnlandi og dvöl á austurströnd Norđur-Ameríku, er alls óvíst. Um ţađ segir í sögunni: „Nú siglir Karlsefni í haf og kom skipi sínu fyrir norđan land í Skagafjörđ og var ţar upp sett skip hans um veturinn. En um voriđ keypti hann Glaumbćjarland og gerđi bú á og bjó ţar međan hann lifđi og var hiđ mesta göfugmenni og er margt manna frá honum komiđ og Guđríđi konu hans og góđur ćttbogi“ [1] .

1020-1040

 

„er Karlsefni var andađur tók Guđríđur viđ búsvarđveislu og Snorri son hennar er fćddur var á Vínlandi. Er Snorri var kvongađur ţá fór Guđríđur utan og gekk suđur og kom út aftur til bús Snorra sonar síns og hafđi hann ţá látiđ gera kirkju í Glaumbć“[2] .
1030-1040 „Síđan varđ Guđríđur nunna og einsetukona og var ţar međan hún lifđi“[3] . 

1234

bjó Hallur Ţorsteinsson ţingmađur Kolbeins unga Arnórssonar af ćtt Ásbirninga í Glaumbć.
1254     fékk Rafn Oddsson riddari og síđar hirđstjóri, Glaumbć af Halli og bjó ţar [4] .
1289 tók Jón korpur, sonur Rafns viđ búinu. Rafn sonur Jóns tók viđ af honum og fékk viđurnefni af stađnum.

1342

hélt Glaumbćjar-Rafn 360 manna brúđkaupsveislu fyrir Bótólf Andrésson hirđstjóra og Stein-unni dóttur sína.
1343 drukknađi Glaumbćjar-Rafn, sem mestur ţótti höfđingi í Skagafirđi á sinni tíđ, í Ţjórsá.
1416     varđ Ţorleifur Árnason í Glaumbć sýslumađur Skagfirđinga. Kona hans var Kristín dóttir Björns Jórsalafara.
1440 giftist Árni, sonur Ţorleifs og Kristínar, Soffíu dóttir Lofts ríka Guttormssonar og bjuggu ţau í Glaumbć.
1464  tók Ţorleifur Árnason, sonur Soffíu og Árna, viđ Glaumbć og bjó ţar stórbúi í hálfan fimmta tug ára.

1510      

  

tók Teitur lögmađur sonur Ţorleifs viđ stađnum. Hann var forríkur ađ jörđum og kvikfénađi, fyrirferđamikill höfđingi. Ekki var hann jafn gćtinn í fjármálum og forfeđur hans og tókst Hólabiskupum, fyrst Gottskálki Nikulássyni og síđan Jóni Arasyni, međ ćrinni óbilgirni og yfirgangi og í krafti laga, ađ ná af honum nćr öllum eignum hans.

1528

 

náđi Rafn Brandsson á Hofi á Höfđaströnd, tengdasonur Jóns biskups Arasonar, lögmannsembćttinu af Teiti og biskup hrakti hann frá Glaumbć. Áriđ 1522 átti Teitur 34 jarđir en ţarna, sex árum síđar, steig hann á hest sinn á Glaumbćjarhlađi slippur og snauđur og rúinn öllum auđi og virđingu. Teitur ánafnađi Guđi, Jóhannesi skírara og heilagri Önnu Glaumbć eftir sinn dag, en bađ eftirsáta sínum bölbćna.

1529
 

sat Rafn Brandsson drykkjuteiti í Glaumbć og varđ ósáttur viđ svein sinn Filippus og manađi hann til einvígis viđ sig „úti fyrir karldyrum“ (á bćjarhlađinu). Rafn hlaut svöđusár í skilmingunum og dró ţađ hann til dauđa [5] nokkrum dögum seinna. Ţóttu áhrínisorđ Teits lögmanns fljótvirk.
1540

minntist Jón biskup Arason gjafar Teits til Guđs, heilagrar Önnu og Jóhannesar skírara og lét 12 presta dóm stađfesta gjöfina. Framkvćmd gjörđarinnar dróst en biskup lagđi jörđina undir Hóladómkirkju og hafđi ţar stólsbú nćsta áratug.
1550 

ţann 5. maí, fáum mánuđum áđur en Jón biskup sjálfur gekk fyrir sinn skapadóm, gerđi hann Glaumbć ađ stađ eđa kirkjuléni (beneficum) og lagđi til hennar 20 mylkar ćr og jarđirnar Stóra-Vatnsskarđ og Syđri- og Ytri-Ey á Skagaströnd. [6] Glaumbćr hefur veriđ prestssetur óslitiđ síđan og löngum ţótt vćnsta brauđ í Skagafirđi.

1554

 

 

 

tók séra Gottskálk Jónsson (1524-1590) viđ prestsembćtti í Glaumbć, einn merkasti prestur sem ţar hefur setiđ. Hann var dóttursonur Gottskálks biskups grimma, Nikulássonar á Hólum, af auđugri norskri ćtt. Gottskálk var handgenginn Jóni Arasyni og reyndi ađ fá biskup og syni hans leysta úr haldi, en án árangurs. Gottskálk ritađi svonefndan Gottskálksannál sem var ađ einhverju leyti undirstađa ađ ritum Arngríms Jónssonar lćrđa kennara á Hólum og Skarđsárannál Björns Jónssonar. Ţekktust er syrpa hans hin mikla, eitt merkasta 16. aldar handrit sem til er á íslensku og jafnframt eitt af okkar elstu pappírshandritum. Gottskálk kallađi ţá bók Sópdyngju eđa Dćgrastytting. Í henni eru skráđ um 160 skjöl, svo sem dómar, máldagar, heitbréf, reikningar, samningar, verđlagsskrár, fróđleikur um galdrastafi, rúnir og kreddur, kvćđi, vísur, ţulur og gátur og margt fleira frá miđöldum, sem fćst er ţekkt úr öđrum heimildum [7] . Skjöl ţessi hafa flest veriđ prentuđ í Íslensku fornbréfasafni.

1555

lögđu biskupar til ađ kúgildi og lausafé kirknanna eftir siđbreytinguna skyldi leggjast til uppeldis (náms) presta og til spítala sem sjúkir skyldu innleggjast á og tilnefndu Glaumbć slíkan stađ fyrir Norđlendingafjórđung.

1594      

fékk séra Sćmundur Kársson prófastur Glaumbć og sat ţar til dánardćgurs 1638.
1630  fékk séra Hallgrímur Jónsson prófastur og officialis stađinn og sat til dánardćgurs 1681.
1634 ţann 21. október brann fjóshey og nćr allt fjósiđ í Glaumbć. Náđust út 5 af 13 kúm lifandi [8] .
1655  var Björn Jónsson Skarđsárannálsritari jarđsunginn fyrir kirkjudyrum [9] .
1681 tók Jón Hallgrímsson sonur séra Hallgríms viđ stađnum og ţjónađi kirkju ţar til 1693.

1685

var málađur, sennilega úti í Hollandi, prédikunarstóll sem kom til kirkjunnar stuttu síđar. Hans er getiđ í vísitasiubók prófasts áriđ 1786 og ţar sagđur ,,stór prédikunarstóll og vćnn međ olíufarva, dató 1685” [10] . Spjöld ţessa stóls prýđa nú veggi kirkjunnar.
1694 fékk séra Ólafur Pétursson stađinn í eitt ár.
1695     tók séra Egill Sigfússon viđ og sat til 1724. Egill ţessi var áđur skólameistari á Hólum og munađi engu ađ hann missti hempuna fyrir lauslćti og barneignir [11] . Hann gaf til kirkjunnar koparklukku ţá međ ártalinu 1721 sem enn notuđ.

1727

 

 

tók viđ stađnum Grímólfur Illugason og var til 1783/1784. Grímúlfur var ţjóđkunnur mađur á sinni tíđ. Hann var samtíđa Galdra-Lofti í Hóla-skóla og talinn jafn göldróttur og hann. Ţjóđsögur herma ađ hann hefđi átt í deilum og galdraglettingum viđ Ţorvarđ prest Bárđarson á Kvíabekk og síđar í Felli og ađ ţeir hefđu drepiđ fénađ og fólk hvor fyrir öđrum međ göldrum. Séra Sigurđur Arnórsson á Mćlifelli (d. 1866) eignađist kistil sem séra Grímólfur hafđi átt. Í leynihólfi í honum. reyndist margt furđulegt, m.a. klćr af fuglum, keldusvín í hveiti og margt annađ undarlegt. Séra Sigurđur taldi ţetta galdradót Grímólfs prests og brenndi ţađ allt. [12]

1734

gaf séra Grímúlfur kirkjunni koparklukku međ ártalinu 1734, sem enn er notuđ. Grímúlfur gerđi viđ og lét endurbyggja bćinn ađ hluta um ţetta leyti og er eldhúsiđ sennilega enn međ sama sniđi og hann lét útbúa. Einnig tók hann niđur nyrsta hluta skálans, ţ.e. ţann endann sem var norđan bćjardyra og lét byggja upp hús sem kallađ var stofa og snéri timburklćddum gafli fram á hlađ.

1738

dó Gísli 11 ára sonur Grímólfs prests úr vosbúđ. Hann hafđi veriđ sendur niđur á Glaumbćjareyjar til ađ sćkja hest ásamt međ öđrum. Skall á illviđri og komust ţeir heim viđ illan leik, en Gísli dó stuttu seinna [13] .

1780


 

lést annar sonur séra Grímólfs. Sá hét Jón. Hann fór međ húskarli fram á Halldórsstađahaga og kom ekki aftur. Höfđu ţeir gengiđ „í fen ofan allt ađ mitti, og sýndist húskarlinum svartur hnođri velta undan sveininum, áđur hann gekk í feniđ; vildi húskarlinn ţá draga hann upp, en sveinninn bađ hann vćgja sér og slíta sig eigi sundur, ţví svo blýfastur var hann. Viđ ţađ hljóp húskarlinn heim og sagđi til Grímólfi presti; kom hann skjótt, ţví ekki var langt ađ fara, ţví örskammt er suđur á hagann. En er prestur kom til, var sveinninn örendur“ [14] . Ţessi slys á sonum séra Grímólfs voru eignuđ Ţorvarđi presti í Felli.

1784

 

tók Eggert Eiríksson, sem hafđi veriđ kapelán (ađstođarprestur) Grímúlfs viđ prestskap í Glaumbć. Hann var sagđur „ölkćr, hagorđur, gleđi- og reiđmađur hinn mesti“, en 24 ríkisdali fékk hann í verđlaun frá konungi fyrir ađ hafa ađ nýju byggt upp 4 eyđikot eđa hjáleigur[15] . Ţađ munu hafa veriđ Hátún og Húsabakki ásamt Elivogum og Međalheimi. Eggert ţjónađi stađnum til 1813.
1813 varđ Magnús Magnússon prestur í Glaumbć og ţjónađi til 1840. Magnús var ţekktur járnsmiđur.
1833      var byggđ timburkirkja í Glaumbć og klćdd torfi. [16] Hún var síđasta torfkirkjan í Glaumbć.
1835 er til frásögn um ađ dagana 5. og 6. október var slegin ísastör á Bolatjörn (sem er óţekkt örnefni í dag) og bundiđ upp á 30 hesta í kulda og frosti [17] .

1837
 

 var dagana 10. 24. júní unniđ viđ ađ gera viđ eldhús og göng í Glaumbćjarbćnum. Hinn 24. ,,ţöktum viđ eldhúsiđ og göngin til fulls og erum ţá klárir viđ ţađ nema nokkuđ af mold sem eftir er ađ flytja burt“ og 4. júlí „settum viđ hlóđirnar í eldhúsiđ“ [18] segir Nikulás Magnússon í dagbók sinni.
1841 tók Halldór Jónsson (d. 1881) prófastur og ţing-mađur viđ prestsembćttinu og hélt ţví til 1849.

1843

lét séra Halldór byggja Norđurstofuna ađ nýju. Sagnir herma ađ Jónas skáld Hallgrímsson hafi gist í henni nýbyggđri og hafi fengiđ fregnir af andláti Bjarna amtmanns Thorarensen, „lagđist hann ţá niđur í hlađvarpanum í Glaumbć og orti hiđ alkunna kvćđi: Skjótt hefur sól brugđiđ sumri“ [19] .

1850

varđ Hannes Jónsson prestur í Glaumbć. Ţegar hann messađi „dró hann tóniđ á langinn og bar seint fram rćđuna, en hafđi góđ hljóđ, og ţó rćđur hans hafi ekki veriđ neitt sérlega góđar, ţá fann ég aldrei til leiđ(a) á blessuđu guđsorđinu í Glaumbćjarkirkju,“ [20] sagđi Indriđi Einarsson sem gekk til spurninga hjá séra Hannesi.

1868

 
 

um sumariđ kom Pétur Pétursson biskup í vísi-tasíuferđ ásamt séra Jóni Hallssyni prófasti, sem ţá bjó á Miklabć. Ţegar biskup hafđi lokiđ embćttiserindum og ţegiđ góđgjörđir hjá séra Hannesi stigu ţeir biskup og prófastur ásamt fylgdarmönnum á bak hestum sínum. Er ţeir bjuggust til ađ ríđa úr hlađi vildi Hannes óska biskupi fararheilla og mćlti hátt og hátíđlega: „Eg óska ađ drottinn fari burt međ yđur af ţessu heimili. Varđ ţá sumum á ađ kíma, er á hlýddu, en Pétur biskup sneri sér viđ í hnakknum og mćlti: Og verđi eftir hjá yđur líka“[21] .

1870     hóf séra Hannes byggingu timburkirkju sunnan kirkjugarđsins beint á móti bćjardyrum.

1874

tók Jón Hallsson (d.1894) prófasturinn viđ Glaumbć og hélt til 1890. Jónsmessukvöldiđ ţann 24. júní ţetta ár drukknađi Jens Oddsson vinnu-mađur hans í Glaumbćjarkvísl. Hann hafđi ásamt Stefáni syni séra Jóns reynt ađ fara yfir Kvíslina á lítilli lekri byttu sem notuđ var sem ferja. Sökk byttan undir ţeim félögunum og Jens drukknađi en Stefán bjargađi sér á sundi [22] .
1876 lauk séra Jón byggingu timburkirkjunnar sem séra Hannes hóf og lengdi bađstofuna í átta stafgólf, eđa í ţađ form sem hún nú er.
1878 byggđi séra Jón upp Suđurstofuna.
1879 keypti séra Jón altaristöflu eftir Zeuten í kirkjuna. Sú tafla er enn í kirkjunni.

1887

 

 

 

 

 

um sumarmálin gerđi hríđargarđ og rak inn hafís. Eftir ţađ batnađi tíđin svo bćndur slepptu geldfé, enda voru ţá hey víđa ţrotin. Í Glaumbć var sauđum og öđru geldfé sleppt á Glaumbćjareyjar eins og vant var en ćrnar hafđar heima. Ţann 17. maí brast á útvestan stórhríđ međ ógurlegum fannburđi og stóđ veđriđ linnulaust til 20. maí. Fylltist Skagafjörđur af hafís og sá varla í dökkan díl er upp birti. Ţegar hríđin brast á brugđu heimamenn í Glaumbć skjótt viđ og fóru ofan á Glaumbćjareyjar. Höfđu ţeir megniđ af fénu saman og komu ţví vestur ađ Glaumbćjarkvísl. Er ţangađ kom hafđi fannburđurinn fyllt ána á međan ţeir smöluđu fénu svo ađ kvíslin stóđ landafull af krapi og var međ öllu ófćr yfirferđar. Varđ ţá brugđiđ á ţađ ráđ ađ reka féđ í rétt sem stóđ nyrst á Selrindanum. Góđ grind átti ađ vera í réttarhliđinu en hún hafđi veriđ borin heim ađ Glaumbć um haustiđ og láđst ađ flytja hana til baka. Réttin var ţví opin og ekkert til ađ setja í réttardyrnar. Stóđu Glaumbćjarmenn lengi í dyrunum, en yfirgáfu réttina um síđir er stöđugt herti veđriđ og tvísýnt var orđiđ um líf ţeirra ef ţeir nćđu ekki bćjum. Ţađ varđ ţeim til bjargar ađ fjárbrú var á Kvíslinni hjá Geldingaholti. Fundu ţeir brúna viđ illan leik og komust heim í Holt um kvöldiđ og ţađan heim daginn eftir. Ţegar birti upp kom í ljós ađ mestur hluti fjárins hafđi yfirgefiđ réttina og hrakist undan veđrinu í ár og vötn, tjarnir og kíla. Missti Jón prófastur ţarna um 150 fullorđna sauđi, fyrir utan annađ geldfé. Í ţessu veđri varđ gríđarlegt skepnutjón víđa í Skagafirđi. Í skýrslum sem safnađ var um afföll búpenings í hérađinu frá veturnóttum 1886 til fardaga 1887 kemur í ljós ađ skagfirskir bćndur misstu 79 kýr, 10.100 kindur og 204 hross [23] og stór hluti ţess misfórst í ţessu vorveđri.
1890  tók séra Jakob Benediktsson viđ prestsembćttinu og gegndi ţví til 1894.

1892    

í febrúar, var byggđ lítil bogabrú fyrir menn og fjárrekstra yfir Glaumbćjarkvísl fyrir neđan bć skammt norđan viđ núverandi brú. Einar Guđmundsson á Hraunum smíđađi brúna og kostađi hún um 250 krónur. Brú ţessa tók af í ísreki nokkrum árum síđar.
1894  tók Hallgrímur Thorlacius viđ prestsembćtti og ţjónađi Glaumbć til 1935.

1925

stóđ Hallgrímur fyrir byggingu nýrrar kirkju vestan kirkjugarđs, norđan viđ bćinn. Hún er úr steini og stendur enn. Arkitektar kirkjunnar voru Einar Erlendsson og Rögnvaldur Ólafsson en yfirsmiđur var Ólafur Kristjánsson frá Ábć.

1926

ţann 13. júní var kirkjan vígđ. Í ţví tilefni gaf séra Hallgrímur henni forkunnarfagurt altarisklćđi. Í krikjunni er nú nýtt klćđi, en međ sama krossi og var á klćđi séra Hallgríms.
1927 tóku Jón Jónsson og Soffía Jósafatsdóttir viđ búskap í Glaumbć og bjuggu ţar til 1938.
1931 í ágúst, brunnu 60 hestar af töđu í Glaumbć [24] .

1932

 


 

um voriđ var tekin gröf Árna Jónssonar bónda ađ Marbćli. Hafđi hann sjálfur mćlt fyrir um hvar gröfin skyldi vera, eđa ţar sem fyrrum gömlu torfkirkjurnar höfđu stađiđ innan kirkjugarđs. Upp úr gröfinni komu leifar af afarstórri og vandađri líkkistu sem ţó var orđin ađ hjómi af fúa og elli. Var auđsćtt ađ mikiđ hafđi veriđ í hana boriđ. Á henni voru stórir koparskildir til skrauts, en ţeir duttu í sundur er viđ ţeim var hreyft. Upp úr gröfinni komu bein af afar stórvöxnum manni. Bar Jón bóndi á Syđri-Húsabakka annan lćrlegginn viđ sig og virtist hann vera allt ađ 2 ţumlungum lengri, en Jón sem sjálfur var 182 cm hár. Úr gröfinni komu einnig silfurhulstur međ lykkju međ ágröfnum myndum og lítil brýnisflaga, hvort tveggja var sent til Ţjóđminjasafns [25] og er varđveitt ţar. Ţarna hefur vafalaust legiđ einhver Glaumbćjarhöfđingja frá fyrri öldum sem grafnir voru innan kirkju.
1935     var prestlaust í Glaumbć og séra Lárus Arnórsson á Miklabć ţjónađi kirkjunni til 1937.

1937

ţann 11. júlí, voru jarđsett í Glaumbćjarkirkjugarđi bein sem talin voru af Solveigu frá Miklabć, en menn töldu sig hafa fundiđ kistu hennar inn-undir kirkjugarđinum á Miklabć áriđ 1914. Séra Lárus flutti minningarorđ og fór athöfnin fram međ miklum helgiblć [26] .

1938
 

kom enskur ađalsmađur, Mark Watson í Glaumbć og varđ svo hrifinn af bćnum ađ hann gaf 200 sterlingspund til ađ gera mćtti viđ hann og varđveita. Ţetta ár tók séra Tryggvi H. Kvaran á Mćlifelli viđ prestsţjónustunni í Glaumbć og gegndi henni til 1940. Ţetta ár bjuggu Sćmundur Jónsson og Mínerva Gísladóttir í Glaumbć og ţegar ţau fóru tóku Einar Ingólfur Eyjólfsson og Áslaug Benediktsdóttir viđ og bjuggu í bćnum til 1942.
1941 ţjónađi Glaumbć séra Helgi Konráđsson prófast-ur á Sauđárkróki.

1942

ţjónađi séra Lárus Arnórsson á Miklabć sóknarbörnum Glaumbćjarsóknar framan af ári en s éra Ingólfur Árnason og Rósa Björnsdóttir fluttu seini part árs ţangađ o0g voru í eitt ár. Ţetta ár tóku Ólafur Ţorsteinn og Björn Jónssynir viđ búinu. Ólafur var til 1944 en Björn til 1946. Ráđskona Ólafs var Halldóra Guđrún Ívarsdóttir ekkja, en ráđskona Björns var Helga Guđmundsdóttir.
1943 varđ séra Gunnar Gíslason prestur í Glaumbć og gegndi ţar prestskap nćstu fjóra áratugina.
1944 var byggđur nýr prestsbústađur.

1947    

varđ gamli bćrinn í Glaumbć ţjóđareign. Ţađ ár var Ingvar Sigurđsson til heimilis í gamla bćnum í Glaumbć og titlađur umsjónarmađur stađarins. Hann telst vera síđasti íbúi bćjarins.
1952 ţann 15. júní opnađi Byggđasafn Skagfirđinga fyrstu sýningu sína í gamla bćnum í Glaumbć.
1956 voru gerđ landaskipti milli Glaumbćjar og hjáleiga stađarins ţannig ađ hver ţeirra fékk útmćlt land. Beitiland var áfram sameiginlegt á Glaum-bćjareyjum.
1968 var byggđ ný brú á Kvíslina.
1977  var mćlt út land til nýbýlisins Glaumbćjar II.

1982

tók séra Gísli Gunnarsson tók viđ prestsstörfum af Gunnari föđur sínum. Ţetta ár var afhjúpađur minnisvarđi um Gísla Konráđsson sagnfrćđing á hlađinu í Glaumbć.
1991 var flutt timburhús frá Ási í Hegranesi ađ Glaumbć til ađ ţjóna safni og gestum ţess.

1994    

var afhjúpađur minnisvarđi um Snorra Ţorfinnsson fyrsta nafngreinda bóndann í Glaumbć og móđur hans landkönnuđinn Guđríđi Ţorbjarnardóttur vestan viđ bađstofuna í Glaumbć. Varđinn var fćrđur inn í kirkjugarđinn áriđ 2000.
1997 var byggđ upp timburstofa viđ Glaumbć. Stofan er eftirgerđ fyrsta sýslukontórs og leikhúss Skagfirđinga. Ţar eru skrifstofur byggđasafnsins.

2001

fundust leifar langhúss frá 11. öld í túninu neđan viđ bćjarhólinn. Allt bendir til ađ bćjarhúsin hafi veriđ fćrđur upp á hćđina, ţar sem bćrinn er nú, um og fyrir 1100, eđa ađ tveir bćir hafi veriđ í byggđ samtímis um tíma.
2003 var byggđur nýr prestsbústađur í Glaumbć, skammt norđan kirkju. Arkitekt hússins var Guđrún Jónsdóttir.
2005 Flett var ofan af leifum langhúss frá 11. öld og skođađ umfang ţess og viđbygginga sem komu í ljós ţegar jörđ var opnuđ. Veggir komu fram á um 10-20 cm dýpi, undir grassverđi.
   
   

 

Tilvísanir
[1] Íslendingasögur . Orđrétt úr lokakafla Grćnlendinga sögu, og samsvarandi 288. dálki Flateyjarbókar. 
[2] Íslendingasögur . Orđrétt úr lokakafla Grćnlendinga sögu. 
[3] Íslendingasögur. Orđrétt úr lokakafla Grćnlendinga sögu. 
[4] Margeir Jónsson, 1941. Bls. 29-41. Rafn er ýmist skrifađur Rafn eđa Hrafn. 
[5] Skarđsárannáll: Annálar 1400-1800 I, 90. 
[6] DI X, 1914. Bls. 571-572. DI XI,1918. Bls. 775-776, 876. 14 mjólkandi ćr = málnytukúgildi. 
[7] Byggđasaga II, 2001. Bls. 268. 
[8] Skarđsárannáll: Annálar 1400-1800 I, bls. 328. 
[9] Vallholtsannáll, 1922-1927. Bls. 341. Kirkjan sú stóđ ađeins austar en kirkja nútímans. 
[10] Visitasíubók prófasts 1786. 
[11] Eyrarannáll, 1933-1938. Bls. 392. 
[12] Byggđasaga II, 2001. Bls. 268. 
[13] Skarđsárannáll: Annálar 1400-1800 I, 666. 
[14] Byggđasaga II, 2001. Bls. 268. 
[15] Byggđasaga II, 2001. Bls. 268. 
[16] Indriđi Einarsson, 1972. Bls. 44 - 47 og Vísitasiubćkur prófasta. 
[17] Byggđasaga II, 2001. Bls. 268. 
[18] Lbs. 1827, 4to: Dagbók Nikulásar Magnússonar í Glaumbć. 
[19] Jón Sigurđsson, 1960. Bls. 12. 
[20] Indriđi Einarsson, 1972. Bls. 45. 
[21] Jón Sigurđsson, 1988. Bls. 132. 
[22] Annáll 19. aldar IV, bls. 134. 
[23] Jón Sigurđsson: Ćttir og óđal, bls. 145-146 og 148 (leiđrétt). 
[24] Almanak 1933, Árbók Íslands 1931. 
[25] Bréfasafn Ţjóđminjasafns: bréf Sigurđar Sigurđssonar sýslumanns 24. september 1933. [26] Kristmundur Bjarnason, 1998. Bls. 494-495.

Glaumbćr  |  561 Varmahlíđ  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is