Torfrannsóknir og Tyrfingsstaðaverkefnið

Byggðasafn Skagfirðinga hefur safnað upplýsingum um torfvinnslu og torfhleðslu síðan 1999, í öllum byggðum Skagafjarðar. Heildstæðasta verkefnið hefur verið tengt Tyrfingsstöðum á Kjálka. 

Tyrfingsstaðaverkefnið, sem við köllum svo, fellur undir þá viðleitini safnsins að rannsaka og varðveita torfminjaarf Skagfirðinga. Jafnhliða niðurtöku húsa, húshluta, og viðgerðum á Tyrfingsstöðum eru efni og aðferðir skárð og mynduð. Á Tyrfingsstöðum mynda bæjar- og útihús einstæða minjaheild sem vert er að læra af og varðveita. 

Húsakönnun hefur verið unnin og í gegn um samning við landeigendur og samstarf við Fornverkaskólann hefur safnið haft Tyrfingsstaði sem vettvang torfrannsókan og kennslu í gömlu byggingarghandverki frá 2007. 

Skýrsla hefur verið gerð um vettvangskannanir tengdar torf- og grjóthleðslu, sem gerðar voru á árunum 1987 til 2017.

Glaumbær  |  561 Varmahlíð  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is