![]() |
![]() |
Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga var sett á fót árið 2003. Fornleifadeildin stendur fyrir og stuðlar að rannsóknum á menningarminjum í Skagafirði og víðar. Vegna samkeppnisumhverfis fornleifarannsókna á Íslandi er rekstur deildarinnar fjárhagslega aðskilinn frá safninu og fjárumsýsla hennar er ekki tengd annarri starfsemi þess. Fornleifadeildin er ekki, fremur en safnið, rekin í hagnaðarskyni.
Rannsóknarstarfsemi deildarinnar innan Skagafjarðar markast af rannsóknastefnu safnsins. Starfsemi deildarinnar skiptir verulegu máli fyrir fagleg störf safnsins og ímynd þess og styrkir það til fjölbreyttari rannsókna, faglegrar úrvinnslu og betri minjaverndar.
Fornleifadeildin er afmörkuð eining innan rannsókna- og varðveislusvettvangs safnsins. Lögð er áhersla á að skapa þekkingu á skagfirsku minjaumhverfi bæði með frumrannsóknum og úrvinnslu og samþættingu rannsókna sem farið hafa fram í héraðinu. Öllum rannsóknum deildarinnar sé miðlað áfram í formi fyrirlestra, rannsóknaskýrsla, greinaskrifa bæði í fræðileg rit og rit almenns eðlis og að niðurstöður geta verið nýttar til sýningagerðar. Sjá Gagnabanka hér á heimasíðunni.