Rannsóknir

Byggðasafn Skagfirðinga stundar þverfaglegar rannsóknir á skagfirskum menningararfi. Þær tengjast áþreifanlegum og óáþreifanlegum menningarminjum, safnmunum og minjaumhverfi. Rannsóknir eru forsendur gagnvirkra vinnubragða við söfnun, fræðslu, miðlun og sköpun þekkingar.

  • Rannsóknir má nýta við eflingu og uppbyggingu í fræðsluumhverfinu og í menningartengdri ferðaþjónustu. 
  • Rannsóknir leiða til miðlunar nýrrar þekkingar, fróðleiks, og stuðla að þekkingu á minjum og menningarumhverfinu, sem er forsenda minjaverndar. 
  • Vinna við sýningu er auðveldlega hægt að setja upp sem rannsóknarferli, þar sem sýningin er markmiðið, afurðin. Sýningar hafa ekki hlotið jafn viðurkenndan sess sem rannsóknaniðurstöður, eins og rannsóknaskýrslur, sem samkvæmt orðanna hljóðan bera það með sér hvers afurð þær eru, þar sem aðferðin að baki sýningarvinnunni er yfirleitt ekki augljós. Áhorfandi skynjar sýningu sjaldnast sem rannsóknarniðurstöðu, nema hún sé sett í það samhengi, enda gildir þetta ekki um allar sýningar.

 

Glaumbær  |  561 Varmahlíð  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is