Skautbúningur Sigurlaugar í Ási

Skautbúningur (1998:207) ţessi var saumađur í Ási í Hegranesi á árunum 1864-1865 af húsfreyjunni ţar. Hún var sú merka kona Sigurlaug Gunnarsdóttir (1828-1905). Ţetta var sparibúningur hennar. Hann er all­ur upp­runa­legur, utan hvítur orkerađur borđi á treyjubörmum og ermum, sem kom í stađ svarts borđa. Blćj­an er einnig nýleg.

Barnabarnabarn Sigurlaugar og nafna hennar Sigurlaug Guđmundsdóttir gaf búninginn til Byggđasafns Skagfirđinga, ţann 19. júní áriđ 1999, í tilefni ţess ađ 130 ár voru liđin frá ţví Sigur­laug í Ási kvaddi konur til fund­ar viđ sig sumariđ 1869 til ađ tala um baráttu- og ţjóđţrifamál sem henni fannst ađ konur ćttu ađ taka á. Fund­urinn leiddi til stofn­unar Kvenfélags Rípur­hrepps seinna, sem telst vera elsta kven­félags landsins.

 Sigurlaug Gunnarsdóttir var fćdd og uppalin ađ Skíđastöđum í Laxárdal ytri. Mađur hennar, Ólafur Sigurđsson bóndi og alţingismađur í Ási, var frćndi Sigurđ­ar Guđmundssonar (1833­-1874) mál­­­ara, sem hannađi búninginn. Sigurlaug var ein fyrst kvenna til ađ sauma skautbúning eftir hans höfđi og kenna ungum stúlkum hvernig átti ađ fara ađ ţví. Hún var annáluđ hannyrđakona og tók margar stúlkur til náms á heimili sitt. Hún var međal fyrstu kvenna í Skagafirđi sem vélvćddu heimilishaldiđ og ţađ var hún sem hýsti og rak Kvennaskóla Skagfirđinga fyrsta áriđ sem hann var haldinn áriđ 1877.

Áriđ 1856 var Sigurđur Guđmundsson málari á ferđ um ćskustöđvar sínar í Hegranesi. Um ţćr mundir var hann ađ vinna ađ og hanna nýjan hátíđarbúning fyrir konur. Sigurđur heimsótti  hjónin í Ási og heimsóknin leiddi til ţess ađ Sigurlaug tók ađ sér ađ sauma búning samkvćmt fyrirsögn hans. Sigurđur sendi henni teikningu af búningsútfrćslum og mynsturgerđum, bćđi til ađ baldýra og skattera. Sigurlaug hóf saumaskapinn og mun hún hafa saumađ nokkra skautbúninga á árunum 1860-1864.

Búningur Sigurlaugar er samstćđa samfellu og treyju, međ skautfaldi, sprotabelti og koffri. Hann er úr svörtu klćđi. Viđ hann er glćsilegur útsaumađur hálfsíđur möttull, úr sama efni. Á treyju­barma og framan á ermar er baldýrađ glćsilegt hrúta­berja­­­lyngs­­mynst­ur og í samfellu er skatteruđ litskrúđug mela­sóley. Vel útfćrđ eikarblöđ eru saumuđ í möttulinn, međ mis­löngu spori. Möttullinn var einskonar skikkja, yfirleitt svört, og oftast brydduđ međ skinnkanti og tekin saman yfir brjóstiđ međ skrautlegum silfurpörum.

  Koffr­iđ og sprotabeltiđ viđ ţennan búning smíđađi Sigurđ­ur Vigfússon gull­smiđur og forn­frćđingur, eftir pöntun frá Ás­hjónum og samkvćmt teikningum Sigurđar málara.

Sigurđur málari mun hafa fengiđ hugmyndir ađ útfćrslum á íslenska kvenbúningnum eftir rannsóknir á fornum búningum og átti hver flík sitt hlutverk og tákn. Hvítur faldurinn var ímynd jöklanna og saumurinn var tileinkađur íslenskum sumargróđri.

Sigurđur hannađi einnig kyrtil sem  konur gátu notađ viđ sama höfuđfat og boriđ er viđ skautbúninginn, ţ.e. faldinn, slöriđ, spöngina og sprotabeltiđ. Kyrtillinn var saumađur úr léttu efni, oft silki, svo auđvelt vćri ađ hreyfa sig í honum í dansi, hátíđum og veislum.

Vel fer á ţví ađ sýna búninginn í Áshúsinu sem ţau hjónin Sigurlaug og Ólafur Sigurđsson byggđu af stórhug áriđ 1884 og er nú varđveitt á safnlóđinni í Glaumbć ţar sem ţađ ţjónar safninu og gestum ţess.

Sjá hér nánar um búning Sigurlaugar.

Glaumbćr  |  561 Varmahlíđ  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is