Söguslóð frá Skagafirði til Siglufjarðar

Söguslóðin var samstarfsverkefni milli Byggðasafns Skagfirðinga, Síldarminjasafnsins á Siglufirði, Vesturfaraseturins á Hofsósi og Hólaskóla. Gefin voru út póstkort, veggspjald og myndband, sem sögðu frá Söguslóðinni, í þeim tilgangi að vekja athygli og áhuga þeirra sem skipuleggja ferðir um Skagafjörð og kynna þeim möguleika til nálgast sögu svæðisins út frá ákveðnum stöðum, sem varða slóðina. Hugmyndin að baki Söguslóðinni var að á ferð um Skagafjörð og Siglufjörð gefst ferðalöngum einstakur möguleiki til að kynnast sögu íslensku þjóðarinnar, en markmið verkefnisins var og er fyrst og fremst að. Hver staður hefur ákveðna skírskotun til sögunnar og hver gestur getur sjálfur mótað sína söguslóðin eftir því hvar áhugi hans liggur. Eftirtaldir staðir vörðuðu slóðina:

1    Gamli bærinn í Glaumbæ gefur innsýn í þúsund ára aðlögun þjóðar í torfbæjunum, aðbúnað fólks og lifnaðarhætti í gamla bændasamfélaginu.

2    Á Hólum í Hjaltadal stendur steinhlaðin dómkirkjan, vitnisburður glæstrar fortíðar. Fræðasetrið á Hólum var miðstöð menningarlífs sem stóð vörð um samfélagið. Þar sátu biskupar og skólamenn og þaðan lágu taumar til þegna biskupsdæmisins.

3    Í Vesturfarasetrinu á Hofsósi er sýning þar sem rakin er saga þeirra sem yfirgáfu Ísland í leit að nýjum tækifærum, fjallað er um aðdraganda og helstu ástæður vesturferða, skýrt frá undirbúningi ferðalagsins, aðbúnaði á útleið og þeim veruleika sem beið handan hafsins.

4 Á Síldarminjasafninu Siglufirði er kynnt saga síldveiða og áhrif þeirra á mannlíf um miðja öldina. Þar var lagður grunnur að nútímasamfélagi,eins konar upphaf þeirra lífshátta sem við þekkjum í neysluþjóðfélagi líðandi stundar.

Með því að tengja þessa staði saman á ferð um Skagafjörð og Siglufjörð,geta gestir okkar fengið innsýn í:

  • búháttabreytingar, frá gamla bændasamfélaginu til nútímahátta,
  • ný tækifæri erlendis og á Íslandi undir lok 19. aldar,
  • aðlögunina á mölinni, búferlaflutninga og síldarævintýrið, sem er ein af burðarstoðum nútímasamfélagsins.

 Grundvöllur hugmmyndar um söguslóð frá Skagafirði til Siglufjarðar var að:

  • Kynna starfsemi safna og annarra sögulegra tengdra stofanana á svæðinu.
  • Nýta söfnin betur og þekkingu heimamanna.
  • Efla samstarf milli safna, menntastofnana og fræðimanna.
  • Auðga sögufræðslu á öllum skólastigum og í menningartengdri ferðaþjónustu.

Í viðbót við það sem þegar er upptalið má koma víðar við og bæti við slóðina eða stytt hana eftir efnum og aðstæðum. Það má krydda hana með viðkomu á sögutengdum stöðum eins og: Drangey, Örlygsstöðum, Reynistað, Hegranesþingi og víðar eða með allt öðruvísi afreyingu eins og: flúðasiglingum, skíðaferð, hestaferð, listsýningum, gönguferðum eða hverju því sem hugurinn girnist.

Að verkefninu stóðu:
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir kennari og bókmenntafræðingur, þáverandi deildarsatjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum.
Sigríður Sigurðardóttir sagnfræðingur og kennari, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga.
Wincie Jóhannsdóttir kennari, þáverandi menningar- og fræðslustjóri Vesturfaraseturins.
Örlygur Kristfinnson myndlistakennari og forstöðumaður Síldarminjasafnsins á Siglufirði.  

Glaumbær  |  561 Varmahlíð  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is