Söguslóðir og sagnir

Saga Skagafjarðar er mögnuð og margslungin og þar eru litríkir sögustaðir hvert sem farið er, inn til dala eða út til stranda.

Það er hægt að velja margar leiðir til að skoða Skagafjörð. 
Hægt er að fara: Á Sturlungaslóð í Skagafirði. Á henni er farið á milli staða sem tengja saman ótúlega og örlagaríka atburði Sturlungaaldar, þ.e. 13. aldar. 
Þá er hægt að fara milli staða Á Söguslóð frá Skagafirði til Siglufjarðar, þar sem viðkomustaðirnir varða atburðarás á mesta breytingatíma sögunnar, þegar gamla bændasamfélagið umbyltist yfir í verksmiðjuvæddan nútímann. 

Glaumbær  |  561 Varmahlíð  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is