Holtasóley (Dryas octopetala) er þjóðarblóm Íslendinga. Hún er af rósaætt og vex á melum og í þurru mólendi um land allt. Hún hefur fundist í yfir 1000 metra hæð í Skagafirði. Blómin eru hvít með átta stórum krónublöðum, eins og nafniðoctopetala gefur til kynna. Blöðin, sem nefnast rjúpnalauf, eru dökkgræn og gljáandi að ofan, en hvítloðin undir. Er fræin þroskast myndast á þeim löng, ljós hár sem snúast saman í lokk, og nefnist jurtin þá hárbrúða. |
Ásdís Sigurjónsdóttir á Syðra-Skörðugili á Langholti í Skagafirði og fyrrum forsöðukona Áskaffis átti hugmyndina að því að þjóðin kysi sér þjóðarblóm, sem var gert árið 2004, og holtasóleyjan varð fyrir valinu.