Skín viđ sólu Skagafjörđur

Skín viđ sólu Skagafjörđur
Ljóđ: Matthías Jochumsson.
Skýringar eru aftast

1
Skín viđ sólu Skagafjörđur skrauti búinn, fagurgjörđur.
Bragi ljóđalagavörđur, ljá mér orku snilld og skjól!
Kenn mér andans óró stilla; ótal sjónir ginna villa,
dilla, blinda, töfra, trylla, truflar augađ máttug sól.
Hvar skal byrja? Hvar skal standa? Hátt til fjalla? Lágt til stranda?
Bragi leysir brátt úr vanda, bendir mér á Tindastól!

2
Lengst í fjarska sindra svalir, sćlir fornu landnámsdalir.
Eiríks göfgu gođasalir, gamla, hlýja kostabyggđ.
Ţar á hýru höfuđbóli hersir sat á friđarstóli,
blekktur tímans hvika hjóli, hof sitt vígđi sátt og dyggđ,
frćgur varđ í fornum sögum, festi griđ međ stilltum lögum
auđnuríkur ćvidögum undi svo viđ spekt og tryggđ.

3
Mćlihnjúkur himinhái, hérađs-jöfur fagurblái,
er ei sem mín augu sjái allt, sem blasti móti ţér:
fjörđinn, vötnin, Hólamann, hlíđar, hamra, tún og elfur stríđar,
vetrargljár og grundir fríđar, gullna svani, hrafnager,
förukonur, hrausta hali, helgar kirkjur, blóđga vali,
bjartar meyjar, brúđarasali, brennuvarga grimman her. 

4
Heill ţér gamli Glóđafeykir! gleđstu nú, er stíga reykir,
friđarmildir, bláir, bleikir beint í loft um sumarstund.
Manstu Sturlusona sennu? sífelld dráp og morđ í rennu,
Flugumýrarfólskubrennu, fölvan jarl međ heift í lund?
Sástu Odd hinn vaska veginn? veikan biskup hrakinn, dreginn?
blóđ og ófriđ öllu megin – Örlygsstađi, Haugsnessfund? 

5
Saga lands á breiđum blöđum blasir hér viđ sjónum glöđum
ung og forn á öllum stöđum út og fram um hérađsreit.
Reynistađur rausnardýri, ríki Glaumbćr, Víđimýri,
fákum kunni Hólmur hýri, Hlíđarbyggđ og Tungusveit.
Hver einn bćr á sína sögu, sigurljóđ og raunabögu,
tíminn langa dregur drögu dauđa´ og lífs, sem enginn veit! 

6
Sé ég Höfđa byggđir breiđar, Borgarsand, ţar Kráku-Hreiđar
hét á Ţór til lands og leiđar, lending tók viđ Hegra barđ.
Ennţá lengra augun líđa yfir mörkin rúms og tíđa
sögugyđjan seinni lýđa setti mark á Bjarnar Skarđ.
Og ţar gegnt er annađ merki, afrekskappinn sálarsterki,
aldrei deyr ţinn andans verki, Espólín, ég sé ţinn garđ!

7
Ó ţér mörgu alda hlynir, Ásbirningar, Hjaltasynir!
Hvern skal nefna, hróđravinir? Hvar skal byrja? Nćr skal hćtt?
Ţar bjó hreysti, ţar bjó frćđi, ţarna vonska, hérna gćđi.
Hrólfur sterki, kom í kvćđi, Konráđs, Skúla, Péturs ćtt.
Sigurđ einnig sćmd skal rista, síđast tel ég ţó hinn fyrsta
Albert jöfur allra lista, er ei ţarna kyn ţitt fćtt?

8
Heill ţér Drangey djúpt und fótum dunar ţér frá hjartarótum
harđur gnýr af heiftarspjótum, hér var ţađ sem Grettir bjó.
Örlög kappans ćvislóđar eru myndir vorrar ţjóđar,
heiftum slungnar, hreystifróđar, hamningulitlar, frćgar ţó.
Og međ Grettis alla daga Illuga skal hljóma saga,
enginn fegri óđ má laga, en er dauđann kaus og hló.

9
Stendur ógn af augum fráum enn er Grettir verst á knjánum,
hlutar mann međ hjaltaljáum, Helju seldur međan lá,
átta maki enn í dauđa, eftir kynstur sárra nauđa
ćvidagsins dapurrauđa, drauginn Glám og vođaspá,
saxi heldur heljartaki, heggur dauđan níđings maki.
Frćgđin enn međ beinu baki brćđravígi starir frá.

10
Ţađan frá til friđarskjóla, forni mikli stađur Hóla!
Ţar sem stoltan stól og skóla stofna lét hinn helgi Jón.
Ţá var snilli, ţá var prýđi, ţegar söng hinn íturfríđi,
kenndi norđurlandsins lýđi litaníu´ og hymnatón,
gnćfđi há međ helgum dómi höfuđkirkjan, landsins sómi,
dýrđ og yndi einum rómi endurkvađ um loft og frón.

11
Ekkja stendur aldin kirkja ein í túni fornra virkja,
hver vill syngja, hver vill yrkja, Hóladýrđ, ţinn erfisöng?
skođa(e)g rađir skörunganna, skín á mítrin biskupanna,
„halelúja – hósíannna“ hljómi fyllir kirkjugöng.
Hver er innstur ellihvítur? aldinn Guđbrand sál mín lítur.
Arason međ ćgimítur ystur hringir Líkaböng.

12
Ó, ţú breyting auđnutíđa, ó, ţú draumur veikra lýđa,
Ó, ţú tímans elfan stríđa, ógnarmyndir, líf og hel.
Hvar eru verkin höfđingjanna, húsin sterku meistaranna,
listamerkin lćrdómsann lofuđ eins og fagrahvel?
Hvađ skal harma, hvađ skala rćđa? Hvađ er skammtur lífsins gćđa?
Flestra líf er fánýt mćđa, fornu Hólar, lifiđ vel! 

13
Kveđ ég fagra fjörđinn Skaga farđu vel um alla daga.
Blessuđ sé ţín byggđ og saga, bćir, kot og höfuđból!
Heyr mig, göfgi, glađi lýđur, gćt ţess vel, sem mest á ríđur,
međan tíminn tćpi líđur, trúđu ţeim er skapti sól!
Ţá skal sólin sćlu´ og friđar, sú er löngum gekk til viđar,
fegra byggđir fagrar yđar, fóđra gulli Tindastól.

Höfundarnir:
Ţegar Matthías Jochumsson flutti frá Odda norđur til Akureyrar var hann viđurkennt ţjóđskáld. Skömmu eftir ađ hann flutti norđur orti hann mikinn og voldugan óđ um Skagafjörđ, ţar sem náttúran, fólkiđ og sagan eru listilega ofin í samfelldan glitvef mćlskunnar. Skagfirđingar voru svo hrifnir af skáldskapnum ađ ţeir samţykktu einróma áskorun til Alţingis áriđ 1891 um ađ honum yrđu veitt heiđurslaun fyrir skáldskap. Fékk Matthías 1000 kr. sm var mikil fjárhćđ ţá, og mun ţađ hafa veriđ fyrstu verđlaun sem ţjóđin veitti viđurkenndum höfuđsnillingi fyrir afrek í  bókmenntum. Ljóđiđ var ort „um vetur í skammdeginu. Ţađ var mikiđ frost og kafaldshríđ. Börnin sátu hjá móđur sinni í dagstofunni en Matthías var í skrifstofu sinni og las eđa skrifađi. Frúin bar á borđ kvöldverđ, en sá ađ mađur hennar mundi ekki óska eftir ađ hćtta verki fyrr en honum ţćtti sjálfum tími til kominn. Kvöldverđi var lokiđ. Eftir góđa stund kemur skáldiđ fram til konu og barna, glađur í bragđi, heitur og hýr á svip. Ţá las hann „Skín viđ sólu Skagafjörđur“ fyrir vandamönnum sínum“. Ţetta hafđi Jónas frá Hriflu eftir Gunnari syni Matthíasar í formála bókar sem kvćđiđ er í, og gefin var út áriđ 1959.

Sigurđur Helgason samdi lag viđ ljóđ Matthíasar. Hann var fćddur og uppalinn í Reykjavík. Um fermingu var hann eitt sumar á Ríp í Hegranesi hjá séra Árna Ţorsteinssyni móđurbróđur sínum. Hann sagđi sjálfur svo frá ađ hann hefđi veriđ djúpt snortinn af fegurđ Skagafjarđar og aldrei liđiđ úr minni „ţegar mér svo löngu síđar barst í hendur kvćđi Matthíasar „Skagafjörđur“, ţá kom lagiđ „Skín viđ sólu Skagafjörđur“ eins og ósjálfrátt úr djúpi hugans.“[1] Í ţakkarskyni fyrir lag Sigurđar veitti Kaupfélag Skagfirđinga honum dálítilli fjárhćđ sem ţakklćtisvotti. Sigurđur flutti vestur um haf.

Heimild:
Skín viđ sólu Skagafjörđur. Gefin út af Kaupfélagi Skagfirđinga, Sauđárkróki í minningu um sjötíu ára starfsafmćli ţess 1959. Ólafur Sigurđsson sá um útgáfuna og skrifađi kynningu um Sigurđ Helgason tónskáld. Jónas frá Hriflu skrifađi formála um Matthías Jochumsson. Prentsmiđja Odds Björnssonar Akureyri sá um prentunina. 

Skýringar:
1          Skáldiđ er í vandrćđum međ hvar hann á ađ byrja en skáldlegur innblásturinn segir honum ađ byrja á Tindastóli.
2          Skáldiđ horfir langt, í tíma og rúmi, til landnámstímans og inn til Skagafjarđardala, til Eiríks sem nam á Gođdali.
3          Horft yfir sögusviđ hérađsins ţar sem ýmsu bregđur fyrir hugskotssjónir skáldsins.
4          Horft á nágrenni Glóđafeykis yfir sögusviđ Flugumýrarbrennu 1253 yfir á Geldingaholt er Oddur Ţórarinsson vígfimasti mađur á sinni tíđ barđist viđ ofurefli, á bjástur Guđmundar góđa biskups og umgangsfólk sem honum fylgdi á ferđum hans milli byggđa, og vígaferli og orrustur.
5          Horft til ţekktra sögustađa. Tíminn dregur drögu – tíminn er hér í líkingu viđ hest sem dregur atburđi dauđa og lífs áfram, eins og drögur, sem voru stór tré svo sem húsviđir sem hengdir voru á klakka og dregnir milli stađa.
6          Horft yfir hérađiđ og yfir landnámssvćđi Ţórđar sem nam Höfđaströnd, Borgarsand, til Björns á Skarđsá annálaritara og Jóns Espólín sýslumann.
7          Skáldiđ ávarpar skagfirskar höfđingjaćttir og veit ekki hverja skal nefna og hverja ekki, hreystimenni, frćđimenn, vonda eđa góđa menn. Hjaltasynir voru mestu höfđingjar hérađsins á landnámstímanum, synir Hjalta Ţórđarsonar sem nam Hjaltadal. Ásbirningar valdamests ćtt í Skagafirđi á 12. og13. öld. Hrólfur sterki var atkvćđamikill höfđingi sem uppi var á 16. öld, Konráđ Gíslason var einn Fjölnismanna mikill málfrćđingur á 19. öld, Skúli Magnússon bjó á Stóru-Ökrum er hann var sýslumađur Skagfirđinga um miđja 18. öld, og Pétur Pétursson var prófastur á Víđivöllum, Sigurđur Guđmundsson málari frá Hellulandi, Albert Thorvaldsen listamađur var ćttađur frá Miklabć. 
8          Horft er til Drangeyjar og minnist sögu útlagans Grettis Ásmundarsonar og örlaga hans og Illuga bróđur hans sem fylgdi honum í útlegđinni og í dauđann.
9          Skáldiđ horfir á helstríđ útlagans Grettis Ásmundarsonar. Og gerir ađ umtalsefni ađ ţađ sé enn á vörum manna.
10        Skođuđ á vegsemd Hólastađar frá fyrstu tíđ. Hinn helgi Jón er Jón Ögmundarson sem vígđur var fyrstur biskupa til Hóla áriđ 1106 og reisti ţar skóla ţar sem m.a. var kenndur messusöngur.
11        Ort er um Hólakirkju, og hverjir muni halda uppi sögu hennar er tímar líđa.
12        Skáldiđ ávarpar tímann, aflvaka breytinga og drauma og spyr hver séu afrek manneskjunnar, hvađ skipti máli, eđa hvort flest sé fánýtt, og óskar Hólastađ velfarnađar.
13        Skáliđ biđur Skagafirđi blessunar og  leggur Skagfirđingum heilrćđi ţess efnis ađ ţeir skuli leggja trú sitt og traust á skapara sólarinnar. Ţá muni allt vel fara og sólin gylli fjöllin (Tindastól ţar sem ferđalag hans hófst og endađi) um ókomna tíđ. 


[1] Segir Ólafur Sigurđsson Hellulandi í grein um Sigurđ áriđ 1959 í bókinn Skín viđ sólu Skagafjörđur.

 

Glaumbćr  |  561 Varmahlíđ  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is