Það er ekki ofsögum sagt að sagan um Guðríði Þorbjarnardóttur sé mögnuð. Hvort sem hún uppspuni eða sannleikur að þá hefur þessi sterka sögupersóna hvetjandi áhrif til stórverka enn í dag. Wang Rongha, kínverski sendiherrann á Íslandi 1998-2002, kom nokkrum sinnum í Glaumbæ á starfsferli sínum. Hann kynnti sér sögu lands og þjóðar af miklum áhuga og sagist hafa heillaðist af menningu landsins. Saga Guðríðar var ein af hans uppáhaldssögum. Skömmu áður en hann hvarf til annarra starfa gaf hann safninu þetta ljóð, sem hann orti undir áhrifum fornra bragarhátta.
Fæddist fljóð
forðum daga
yndi augna
á er litu.
Viðjum viljinn
varðist styrkur
mild þó mætti
mærin öllu.
Bönd ei batt hún
bæ né landi
sjói sigldi
og söng frá neggi.
Lof lýða
ljúft hún þáði
framkoman fáguð
framsýn þótti.
Fæddi feima
fyrsta soninn
Evrópu ættar
í Ameríku.
Illum öflum
óþurft veitti
innra eðli
eðal konu.
Langferð ljóðræn
á legi túlkar
hennar huga
og hegðan alla.
þrautir þungar
er þola mátti
hugans hreysti
henni juku.
Til Rómar ristill
réðst að ganga
þekking þáði
þyrstum huga.
Þá óskir allar
uppfyllt hafði
út til íslands
aftur snéri.
Sonar synir
og sonur glöddu
eiðu augu
við endurfundi.
Lífi lifði
með lagar görpum.
Hún á heima
í hetjuröðum.
Saman sjáum
of sögu tímans
löngu liðna
og líðandi stundu.
Fljótt við finnum
fremsta standa
konu knáa
og kvenskörung.