Sagan um séra Oddi Gíslason (1740-1786) prest á Miklabæ í Blönduhlíð og Solveigu vinnukonu hans er þekkt um allt land og hvarf séra Odds vakti ímyndunarafl manna og sagnagleði. Góð spennusaga var jafn vel metin þá eins og nú. Á myndinni eru bein Miklabæjar-Solveigar borin úr kirkjugarðinum á Miklabæ árið 1937.
Solveig hafði legið í tæpa 16 áratugi utan kirkjugarðs á Miklabæ, er bein hennar voru grafin upp og greftruð á ný í Glaumbæjarkirkjugarði.
|
![]() |
Kista með beinum Solveigar borin úr Miklabæjarkirkjugarði 1937. | Kross á leiði Solveigar í Glaumbæ. |