Grjóthleðslunámskeið

Námskeið er ekki á dagskrá.

Grjót er byggingarefnis sem, eins og torfið, tilheyrir fremur fortíð en nútíð. Grundvallaratriði við grjóthleðslu er að velja efni samkvæmt fyrirhuguðu hlutverki. Grjót er notað bæði tilhöggvið og náttúrulegt og því mikilvægt að kunna skil á góðu hleðslugrjóti og get hlaðið upp og gengið frá grjótvegg.

Ekkert grjóthleðslunámskeið er á dagskrá. Nánari upplýsingar fást hjá Bryndísi  á netfangið bryndisz@skagafjordur.is

Skipuleggjandi: Fornverkaskólinn

Framkvæmdaaðili: Byggðasafn Skagfirðinga (ljósmyndun og skráning), Fornverk ehf.

Staður og tímasetning: Ekkert grjóthleðslunámskeið er á dagskrá 

Viðfangsefni: Sýnd nokkur afbrigði í grjóthleðslu og kennt að hlaða tvöfaldan grjótvegg úr náttúrulegu grjóti.

Undanfari / forkunnátta: Enginn, en til gagns að hafa tekið námskeiðið í torfhleðslu

Mögulegir þáttakendur: Allir áhugasamir.

Fjöldi þáttakenda: 8

Upplýsingar gefur Bryndís Zoëga í bryndisz@skagafjordur.is.

Tímafjöldi á námskeiðum: 32 klst. Að jafnaði er kennt frá kl 8-16.

Kennari: Helgi Sigurðsson, Fornverki ehf. www.fornverk.is

Þeim er sækja námskeið Fornverkaskólans er bent á að huga að eigin tryggingum þar sem Fornverkaskólinn er ekki ábyrgur gagnvart slysum.

Námskeiðslýsing 
Á námskeiðinu verða hlaðnir frístandandi og fljótandi veggir úr náttúrlegu grjóti. Tvöfaldir veggir. Kennd verða öll grundvallar­atriði grjóthleðslu. Nemendur kunni að hlaða horn og boga í lok námskeiðs og kunni að „toppa“ grjótvegg.

Helstu verkfæri / kennslutæki 
Stunguskófla, malarskófla, sleggja, vagn, o.fl.

Markmiðið er að nemandinn:

  • þjálfist í hefðbundnum vinnubrögðum við íslenskt byggingarhandverk; í þessu til­felli grjóthleðslu úr náttúrlegu grjóti
  • þekki helstu hugtök, verkfæri og hleðslugerðir er tíðkast í grjóthleðslu
  • kunni skil á góðu hleðslugrjóti og geti hlaðið og gengið frá grjótvegg úr náttúrlegu grjóti 
    geti hlaðið horn og boga

Efnisatriði / kjarnahugtök m.a: 
Grjótnám (hleðslugrjót), einstakar bergtegundir, grjót klofið, höggvið, flutningur, árstími, grjóthleðsla, undirstöðusteinar, smásteinar, hellubrot (klípa), stæði steins (sæti), möl á milli laga, moldarfylling, þjöppun, veggjagrjót jafnað, þykkt grjótveggja, hæð, ending.

Fornverkaskólinn er samstarfsverkefni Byggðasafns Skagfirðinga, Fjölbrautaskóla Norður­lands vestra og Háskólans á Hólum um handverkskennslu tengda byggingararfi Íslendinga og fylgir sérstakri námskrá. Kennslan getur einnig tekið til fleiri fornverka. Fornverkaskólinn tekur mið af skipulagi minjavörslu og varðveislu íslensks byggingararfs á grundvelli opinberra reglna um minjavernd.

Helstu verkfæri / kennslutæki 
Nemendum verða útveguð verkfæri. Þeir sem þess óska geta notað eigin verkfæri. Á námskeiðinu verða notuð: malarskófla, sleggja, járnkarl, o.fl. 

FORNVERKASKÓLINN  | Aðalgötu 16B  |  550 Sauðárkróki  |  Sími: 453 5097  |  bryndisz@skagafjordur.is