Fornverkaskólinn hefur frá 2007 boðið upp á námskeið í gömlu byggingahandverki og hefur áherslan verið á torfhleðsleðslu, grindarsmíði/timburviðgerðir og grjóthleðslu. Þó hafa einnig verið haldin námskeið í gluggasmíði í samstarfi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, vinnslu rekaviðar og vefnaði á kljásteinavefstað með Byggðasafni Skagfirðinga. Starfsmenn Byggðasafnsins fóru einnig á stutt námskeið þar sem þeir lærðu að spinna og vinna með hrosshár.
Námskeið sem eru í boði eru auglýst hér á síðunni en frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Bryndísi Zoëga á netfangið bryndisz@skagafjordur.is eða í síma 453 6173.