Flýtilyklar
Fréttir
Málþing á vegum Earth Build Europe þann 7. maí 2021./ Earth Build Europe Conference, 7th of May 2021.
Þann 7. maí næstkomandi verður spennandi málþing í boði á vegum Earth Build Europe (EBUKI). Málþingið hefst kl. 8.45 (GMT). / Earth Build Europe (EBUKI) is hosting a conference, Friday 7th of May 2021, starting at 8:45 am (GMT).
Lesa meira
Fjölmennt á opnu húsi á Tyrfingsstöðum á laugardaginn
Hátt í 150 manns lögðu leið sína fram á Kjálka í Skagafirði laugardaginn 31. ágúst, þegar gömlu húsin á Tyrfingsstöðum voru opnuð gestum og gangandi. Viðburðurinn Opið hús á Tyrfingsstöðum var haldinn í tengslum við Menningarminjadaga Evrópu 2019. Gestum var boðið að ganga um húsin og fræðast um uppbygginguna sem hefur átt sér stað á síðustu árum. Boðið var upp á kaffi og meðlæti, en Kristín Jóhannsdóttir, bóndi á Tyrfingsstöðum, sá um að steikja lummur. Var það í fyrsta skipti í hartnær 50 ár sem kveikt var upp í eldavél í gamla bænum. Sigríður Sigurðardóttir sagði frá tilurð Fornverkaskólans og Tyrfingsstaðaverkefninu.
Lesa meira
Námskeið í torfhleðslu- og grindarsmíði 11-14. júní 2019
Næsta námskeið Fornverkaskólans verður haldið á Tyrfingsstöðum 11.-14. júní 2019.
Á námskeiðinu verður hlaðin fjóshlaða og reist grind í fjárhúsin suður og niður (voru síðast hesthús).
Verð: 65.000 kr. Innifalið eru verkfæri, efni og léttur hádegisverður. Við minnum á að fjölmörg stéttarfélög styrkja þáttöku í námskeiðum.
Fyrir frekari upplýsingar og skráningu á námskeiðið vinsamlegast hafið samband við Bryndísi Zoëga: bryndisz@skagafjordur.is.
Lesa meira
Uppbyggingasjóður úthlutar styrkjum
Fornverkaskólinn fékk á dögunum 550.000 kr. styrk úr Uppbyggingasjóði. Styrkurinn er námskeiðahalds og verða tvö námskeið haldin í sumar. Dagsetning er enn óákveðin en verður auglýst bæði hér og á Facebook síðu Fornverkaskólans og víðar. Uppbyggingasjóður hefur stutt dyggilega við bakið á Fornverkaskólanum undanfarin ár og í raun verið grundvöllur þess að hægt hefur verið að halda verkefninu gangandi. Við erum sjóðnum afar þakklát fyrir þann stuðning og þann velvilja sem hann hefur sýnt verkefninu.
Lesa meira
Jólakveðja
Fornverkaskólinn óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum samfylgdina á árinu.
Lesa meira
Námskeið í torfhleðslu og grindarsmíði
Dagana 24-27. maí 2018 verður haldið námskeið í torfhleðslu- og grindarsmíði á Tyrfingsstöðum í Skagafirði. Námskeiðsgjald fyrir 4 daga er 65.000 kr. og þar af er 15.000 kr. skráningargjald sem greiða skal fyrir 1. maí. Áhugasamir hafi samband við Bryndísi Zoëga á netfangið bryndisz@skagafjordur.is.
Innifalinn er léttur hádegisverður og öll verkfæri eru á staðnum en nemendur verða sjálfir að sjá um gistingu.
Lesa meira
Uppbyggingarsjóður styrkir Fornverkaskólann
Fornverkaskólinn fékk á dögunum 500.000 kr. frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra til þess að halda námskeið í torfhleðslu á Tyrfingsstöðum. Það er í því ljóst að við munum bjóða upp á námskeið í sumar en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvenær en það verður auglýst um leið og það liggur fyrir. Fornverkaskólinn þakkar Uppbyggingarsjóði fyrir styrkinn og styrkina í gegnum árin en sjóðir ur styrknum hafa á undanförnum árum reynst grunndvöllur námskeiðum okkar.
Lesa meira
Torfhleðslunámskeið - Turf building course
Það verður haldið torfhleðslunámskeið á Tyrfingsstöðum 26.-28. maí 2017. Námskeiðið er þriggja daga og verður áhersla lögð á torfhleðslu, -skurð og stungu. Á námskeiðinu verður gert við veggi hesthússins "suður og niður". Kennari verður Helgi Sigurðsson hjá Fornverki ehf. Innifalið: áhöld, efni og léttur hádegiverður. Verð er 50.000 kr. og við minnum á að fjölmörg stéttarfélög veita styrki fyrir námskeiðskostnaði. Frekari upplýsingar fást hjá Bryndísi Zoëga, bryndisz@skagafjordur.is.
Lesa meira
Námskeið í torfhleðslu / seminar in turf building
Við stefnum að því að vera með námskeið í torfhleðslu um mánaðarmótin maí/júní. Dagsetning og nákvæmara fyrirkomulag verður auglýst bráðlega. Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við Bryndísi á netfangið bryndisz@skagafjordur.is eða í síma 860-2926.
We are planning on having a seminar in building with turf by the end of May or beginning of June. Exact dates and further information will be posted soon. If you have any questions please contact Bryndís bryndisz@skagafjordurs.is.
Lesa meira
Torfhleðslunámskeið aflýst
Torfhleðslunámskeiði sem átti að vera á Tyrfingsstöðum dagana 30. maí - 2. júní. hefur verið aflýst vegna ónógrar þátttöku. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um næsta námskeið en það verður auglýst á heimasíðunni.
Lesa meira
Torfhleðslunámskeið
Torfhleðslunámskeið verður haldið á Tyrfingsstöðum í Skagafirði daga 30. maí-2. júní. Námskeiðsgjald er sem fyrr 65.000 kr. og kennari Helgi Sigurðsson hjá Fornverki ehf. Nánari upplýsingar má finna hér á síðunni undir Námskeiðin eða hjá Bryndísi í síma 8602926 eða á netfangið bryndisz@skagafjordur.is
Lesa meira
Námskeið í torfhleðslu- og grindasmíði
Námskeið verður í torfhleðslu- og grindasmíði á Tyrfingsstöðum í Skagafirði 7.-10. september 2015.
Allar nánari upplýsingar má fá hér eða hjá Bryndísi í síma 860 2926 eða á netfangið bryndisz@skagafjordur.is.
Lesa meira
Fornverkaskólinn fær styrk úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups
Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups veitti Fornverkaskólanum 300.000 kr. styrk til þess að halda námskeið í torfhleðslu á Tyrfingsstöðum í haust.
Lesa meira
Fornverkaskólinn hlýtur styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra
Fornverkaskólinn fékk 300.000 kr. til námskeiðahalds á Tyrfingsstöðum úr Uppbyggingasjóði Norðurlands vestra á dögunum. Með tilkomu styrksins er tryggt að hægt verður að halda námskeið í Torfhleðslu og grindasmíði á þessu ári. Námskeiðið verður haldið 7. -10. september 2015. Nánari upplýsingar um námskeiðið eru hér.
Lesa meira
Ný heimasíða Fornverkaskólans
Gamla heimasíða Fornverkaskólans hefur gengið sér til húðar tæknilega séð og hefur hún þessvegna verið flutt undir heimasíðu Byggðasafns Skagfirðinga.
Lesa meira
Leit
Flýtileiðir
- Heimasíður stofnanna
- Árskóli
- Byggðasafn Skagfirðinga
- Grunnskólinn austan Vatna
- Héraðsbókasafn Skagfirðinga
- Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
- Hús frítímans
- Invest in Skagafjörður
- Leikskólinn Ársalir
- Leikskólinn Birkilundur
- Leikskólinn Tröllaborg
- Matarkistan Skagafjörður
- Menningarhúsið Miðgarður
- Náttúrustofa Norðurlands vestra
- Skagafjarðarhafnir
- Skagafjarðarveitur
- Sveitarfélagið Skagafjörður
- Sögusetur íslenska hestsins
- Tónlistarskóli Skagafjarðar
- Varmahlíðarskóli