Flýtilyklar
Fréttir
Torfhleðslunámskeiði 2021 lokið
14. september 2021
Þriggja daga námskeið í torfhleðslu var haldið á Tyrfingsstöðum dagana 10-12. september sl. Á námskeiðinu var haldið áfram að hlaða upp veggi hlöðunnar norðan við gamla bæjarhúsið.
Lesa meira
Framkvæmdum á "fjárhúsunum út og niður" á Tyrfingsstöðum lokið í bili
31. maí 2021
Dagana 19-20 og 26-27 maí sl. var ráðist í framkvæmdir á Tyrfingsstöðum, en þá var klárað að reisa þak og tyrfa yfir „fjárhúsin út og niður“, sem svo eru kölluð.
Lesa meira
Málþing á vegum Earth Build Europe þann 7. maí 2021./ Earth Build Europe Conference, 7th of May 2021.
21. apríl 2021
Þann 7. maí næstkomandi verður spennandi málþing í boði á vegum Earth Build Europe (EBUKI). Málþingið hefst kl. 8.45 (GMT). / Earth Build Europe (EBUKI) is hosting a conference, Friday 7th of May 2021, starting at 8:45 am (GMT).
Lesa meira
Fjölmennt á opnu húsi á Tyrfingsstöðum á laugardaginn
02. september 2019
Hátt í 150 manns lögðu leið sína fram á Kjálka í Skagafirði laugardaginn 31. ágúst, þegar gömlu húsin á Tyrfingsstöðum voru opnuð gestum og gangandi. Viðburðurinn Opið hús á Tyrfingsstöðum var haldinn í tengslum við Menningarminjadaga Evrópu 2019. Gestum var boðið að ganga um húsin og fræðast um uppbygginguna sem hefur átt sér stað á síðustu árum. Boðið var upp á kaffi og meðlæti, en Kristín Jóhannsdóttir, bóndi á Tyrfingsstöðum, sá um að steikja lummur. Var það í fyrsta skipti í hartnær 50 ár sem kveikt var upp í eldavél í gamla bænum. Sigríður Sigurðardóttir sagði frá tilurð Fornverkaskólans og Tyrfingsstaðaverkefninu.
Lesa meira
Námskeið í torfhleðslu- og grindarsmíði 11-14. júní 2019
21. febrúar 2019
Næsta námskeið Fornverkaskólans verður haldið á Tyrfingsstöðum 11.-14. júní 2019.
Á námskeiðinu verður hlaðin fjóshlaða og reist grind í fjárhúsin suður og niður (voru síðast hesthús).
Verð: 65.000 kr. Innifalið eru verkfæri, efni og léttur hádegisverður. Við minnum á að fjölmörg stéttarfélög styrkja þáttöku í námskeiðum.
Fyrir frekari upplýsingar og skráningu á námskeiðið vinsamlegast hafið samband við Bryndísi Zoëga: bryndisz@skagafjordur.is.
Lesa meira
Leit
Flýtileiðir
- Heimasíður stofnanna
- Árskóli
- Byggðasafn Skagfirðinga
- Grunnskólinn austan Vatna
- Héraðsbókasafn Skagfirðinga
- Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
- Hús frítímans
- Invest in Skagafjörður
- Leikskólinn Ársalir
- Leikskólinn Birkilundur
- Leikskólinn Tröllaborg
- Matarkistan Skagafjörður
- Menningarhúsið Miðgarður
- Náttúrustofa Norðurlands vestra
- Skagafjarðarhafnir
- Skagafjarðarveitur
- Sveitarfélagið Skagafjörður
- Sögusetur íslenska hestsins
- Tónlistarskóli Skagafjarðar
- Varmahlíðarskóli